Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 39
Uppruni sjávarsets og samspil við sjógerðir Steingervingar í sjávarseti veita margvíslegar upplýsingar um vistfræði- lega þætti í umhverfínu sem þeir þrifust í. Þegar æviskeiði lífveranna lýkur tekur sjávarbotninn við líkamsleifum þeirra, kynslóð eftir kynslóð, og þær blandast ýmiss konar aðfluttu efni og úrgangi sem myndar sjávarsetlög. I sjávarsetlögum ber oftast mikið á skeljum úr kalki eða kísli. Með því að taka sýnishorn af fornum setlögum, til dæmis með borunum á hafsbotni, hefur tekist að rannsaka breytingar á ástandi sjávar langt aftur í tímann. Þetta er til dæmis gert með því að greina stein- gervingana til tegunda og bera út- breiðslu þeirra saman við skilyrðin nú á dögum. Með þessum hætti hefur komið í ljós að skilin milli kaldsjávar- og hlýsjávartegunda lágu mun sunnar en nú undir lok síðasta jökulskeiðs ísaldar. Þetta bendir til þess að Norður- Atlantshafsstraumurinn hafí ekki náð alla leið til íslands á jökulskeiðinu. Jafnframt er unnt að ákvarða hlutföll kolefnis- og súrefnissamsæta í kalk- skeljum, en þessi hlutföll ákvarðast af ástandi sjávar á æviskeiði lífverunnar. Súrefni og kalk eru ævinlega til staðar í kalkskeljum og þessi efni koma beint úr sjónum sem lífveran lifði í. Til dæmis segja hlutföll súrefnissamsæt- anna 180 og 160 til um það hversu mikið af vatni jarðarinnar var bundið í ís (sjá 2. mynd). Þetta stafar af því að þegar sjór gufar upp situr meira eftir af þyngri samsætunni (lsO), og sú úrkoma sem binst í ís á heimskautasvæðunum er tiltölulega létt. í sjónum sem eftir situr er hátt hlutfall milli 180 og lðO. Á liðnum jökulskeiðum hafa heimshöfin þannig verið þung með tilliti til súr- efnissamsæta. Þetta er unnt að mæla í sjávarsetlögum. Á hlýskeiðum minnk- uðu jöklar, létt vatn streymdi til sjávar og 180/160-hlutfallið í heimshöfunum lækkaði. Jafnframt hækkaði sjávarborð um eina 100 m frá því sem verið hafði. Til viðbótar við líkamsleifar botn- dýra og sjávarsvifs berst jafnan nokkuð af rofefnum og gjósku út yfír heimshöfm og botnfellur þar. Mest af þessu efni berst til sjávar með grugg- ugu árvatni og botnfellur við óseyrar eða á landgrunnum. Töluvert efni berst einnig með veðri og vindum til úthafanna. Borgarísjakar sem losna frá skriðjöklum við kelfíngu á grunnsævi geta ennfremur borið með sér rofefni sem botnfalla þegar jakarnir bráðna. Efnismagnið fer þá eftir því hversu margir ísjakar berast yfír tiltekið haf- svæði. Á jökulskeiðum hefur fjöldi borgarísjaka margfaldast miðað við það sem gerist nú á dögum og þetta kemur greinilega fram í setlögum á Norður- Atlantshafí. Þar fer yfírleitt saman í einu og sama laginu mikið af rofefnum (og þá lítið af kalki) og hátt 180/160- hlutfall. Slík lög benda til jökulskeiða en kalkrík lög með lágu 180/16O-hlut- falli benda til hlýskeiða. Gögn um loftslag í íslenskum jarðlögum Sú heildarmynd sem fengist hefur af sögu loftslagsbreytinga við Norður- Atlantshaf er að mestu leyti byggð á gögnum sem varðveist hafa á botni úthafanna. Segja má að öflun þessara gagna með borunum á hafsbotni, sér- staklega með rannsóknaskipunum Glomar Challenger og JOIDES Re- solution, hafí valdið byltingu í jarð- vísindum á síðasta aldarfjórðungi. Þetta á ekki hvað síst við um setlagafræði og loftslagsfræði. Hafstraumar og blöndun sjávar valda því að úthafsgögn endurspegla útjöfnuð skilyrði í sjónum á stóru svæði, jafnvel um alla jörðina. Sem dæmi má nefna að samsætuhlutföll súr- 161
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.