Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 49
vík hlóðust upp með því að kanna hvar þessar tegundir þrífast í dag. Götungafánan í Cassidulina teretis- Islandiella helenae beltinu (lagi 10) samsvarar fánu sem finnst nú á dögum í íshöfum við heimskautin þar sem greiður samgangur er við úthöfin. Teg- undirnar í þessu belti kunna vel við sig í kyrrlátu, orkulitlu umhverfi og varðveittu tegundirnar benda til að straumar hafí verið mjög litlir og sjávardýpi yfir 25 metrar í fyrstu en síðan grynnkað. Samsetning fánunnar bendir til að sjór hafi flætt tiltölulega hratt inn yfír landið og síðan hafi flætt af smám saman. Ef til vill hefur svæðið þornað alveg undir lokin og efstu setlögin sem varðveita þetta lífbelti eru mynduð við strönd. Með hliðsjón af götungategundunum má álykta að setið hafi hlaðist upp við áflæði í lok jökul- skeiðs. Afflæðina undir lok upp- hleðslunnar kann að mega rekja til jafn- vægisleitni jarðskorpunnar eftir að ísfarginu létti. Flestar íshafstegundirnar eru horfnar í næsta belti íyrir ofan, Cibicides lobatulus-Elphidium hallandense belt- inu (lög 12x og 12). í þeirra stað koma kulvísari tegundir sem þrífast í hlýrri sjó (8. mynd). Þetta belti einkennist af grunnsjávar- og áfánutegundum sem þola órólegt umhverfi með sterkum straumum. Fánan breytist síðan upp á við í setinu til samræmis við minnk- andi sjávardýpi á ný. Þannig hefur átt sér stað áflæði meðan tegundirnar í neðri hluta Cibicides lobatulus- Elphidium hallandense beltisins lifðu við Breiðuvík en undir lokin hefur orðið afflæði á nýjan leik. Þessar sveiflur hafa átt sér stað við mildara loftslag en þær sem neðar liggja og hljóta því að vera til marks um hlý- skeið. Allmargar tegundanna í fánunni benda til að hitastig á þessu hlýskeiði hafi verið hærra en gengur og gerist við íslandsstrendur á okkar dögum, jafnvel við suðurströndina. LINDÝRAFÁNA Lindýrafánan í Breiðuvíkurlögunum ber þess glögg merki að umhverfis- aðstæður voru ijölbreyttar á myndunar- tíma jarðlaganna. Allt frá fyrstu rann- sóknum á þessum lögum hefur verið bent á að steingerðar skeljar er þar finnast (sjá mynd 10) gætu gefið upp- lýsingar um hitastig þegar lögin hlóð- ust upp (Helgi Péturss 1908). Síðan þá hafa margir kannað steingervinga í Breiðuvík og má nefna rannsóknir þeirra Guðmundar G. Bárðarsonar (1925), Jóhannesar Áskelssonar (1941), Strauchs (1963), Þorleifs Einarssonar o.fl. (1967) og Gladenkovs (1974). Már Vilhjálmsson (1985) skipti lindýra- fánunni í Breiðuvík í fimm botn- dýrasamfélög, Qögur ífánu- og eitt áfánusamfélag. Hvert samfélag ein- kennist af tiltölulega fáum tegundum sem þó eru góðir mælikvarðar á tilteknar umhverfisaðstæður, svo sem hitastig sjávar, orku i umhverfinu, stöðugleika botnsins o.fl. í niðurstöð- um rannsókna á Svarthamarssyrpu er lindýrafánunni skipt í þrjú lífbelti (sjá I I. mynd) sem innihalda íjögur af botndýrasamfélögunum í Breiðuvík. Með orðinu lífbelti (e. assemblage zone) er átt við jarðlagaeiningu með steingervingum sem aðskilja eining- una frá aðliggjandi jarðlögum. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir hverju belti. Portlandia arctica beltið Þetta lífbelti er að finna í lögum 8 og 9. Neðri mörk þessa lifbeltis eru óglögg þar sem engir steingervingar finnast í neðri hluta lags 8. Þeir koma fyrst inn í efri hluta lags 8. Efri mörkin eru á lagmótum 9 og 10. Hin háarktíska setæta jökultodda (Port- 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.