Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 64
9. mynd. Vængjað fræ hlyns, líklega Acer macrophyllum (Aceraceae). Myndin var
tekin í Yosemite þjóðgarðinum í Bandaríkjunum 1988. Ljósrn. Þóra Ellen Þórhalls-
dóttir.
Dreifing fræja með vindi hefur líka
verið athuguð úti í náttúrunni. Það er
þá oftast gert með því að raða fræ-
gildrum í mismunandi íjarlægð frá
móðurplöntunni og telja hversu mörg
fræ lenda í þeim. Gildrurnar eru oft
einhvers konar límbornar plötur úr tré
eða plasti. Ekki er ólíklegt að fræ
skoppi stundum eða rúlli eftir jörðinni
eftir að þau lenda en fræ sem lenda á
gildrunum límast föst. Gildrurnar gefa
því aðeins vísbendingu um lágmarks-
ijarlægð. Þessar tilraunir benda líka
til þess að fræ dreifist yfírleitt stutt
og að meirihluti þeirra lendi oftast rétt
við móðurplöntuna. Sem dæmi má
nefna athugun á íjórum tegundum hátt
til íjalla í New Hampshire (Marchand
og Roach 1980) en þessar tegundir lifa
hér á landi eða eiga hér náskylda ætt-
ingja. Þetta eru allt smávaxnar plöntur:
móasef (Juncus trifidus), íjallabrúða
(Diapensia lapponica) og tvær teg-
undir skyldar skeggsanda, Arenaria
groenlandica og A. borealis. Flestöll
fræin lentu innan við 50 cm frá móður-
plöntunni, aðeins nokkur fræ Arenaria
groenlandica fóru lengra en 1 m.
Dreifing með dýrum
Sum aldin mynda krókbognar títur,
önnur eru krókhærð eða loðin þannig
að þau festast við fíður fugla eða feld
dýra sem strjúkast við plönturnar.
Mörg fræ sem dreift er með dýrum
sitja hins vegar í kjötkenndu aldini
sem dýrin éta, t.d. bláber, krækiber
og reyniber. Annaðhvort hafa slík fræ
um sig harða fræskurn eða innsti hluti
aldinsins er harður og verndar fræið,
eins og t.d. er hjá ferskjum.
Það eru ekki síst spendýr, t.d. apar,
leðurblökur, ýmis nagdýr og grasbítar,
sem dreifa fræjum en einnig fuglar,
fiskar og svo mörg skordýr. Algengt
er að stærsti hluti fræjanna meltist í
186