Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 83

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 83
hafa meðal margra annarra rakið nokkuð gossögu Dyngjufjalla. Gos- sprungurnar fylgja ýmist hringsprungu- kerfum ketilsiganna eða meginstefnu sprungureinarinnar. Hún liggur um vestanverða Öskju og þaðan til suð- vesturs um Gígöldur (1. mynd a). Þriðja megineldstöðin í útjaðri kort- lagða svæðisins er Kverkfjallaþyrping- in. Sigurður Þórarinsson o.fl. (1973) og Kristján Sæmundsson (1982) lýsa helstu einkennum hennar, en Kverk- fjöll eru mjög stór og þróuð eldkeila með samsettri öskjumyndun. Hún hefur að öðru leyti lítið verið rannsökuð, nema þá allra síðustu árin, meðal annars af vísindamönnum Norrænu eldfjallastöðvarinnar (R. Karhunen 1988). Kverkfjallarani (1. mynd c) liggur á sprungurein hennar. Kristján Sæmundsson (1979) gefur gossprungu- kerfi KverkQallaeldstöðvarinnar mjög víðáttumikla útbreiðslu norður eftir MöðrudalsQallgörðum. Eldvirkni hefur verið þar mjög mikil bæði á síðasta jökulskeiði og nútima. Sjálfur Kverk- fjallarani er byggður upp úr samsíða kubba- og bólstrabergshryggjum sem stefna 35° austan við norður. Þeir eru allir sundurskornir af gossprungum og misgengjum. Lægðir eru flestar hraun- fylltar og víða er yfirborðið þakið gjalli og gjósku. Nokkurrar tilhneigingar verður vart í þá átt að gossprungurnar geisli út frá Kverkfjöllum, þannig að þær fái norðlægari stefnu vestan til í rananum en stefni meira til austurs í austurjaðri hans. Gosefnin á sprungureinum þessara megineldstöðva eru yfirgnæfandi þóleiítbasalt (Sveinn Jakobsson 1979) og hraunin eru oft mjög þunnfljótandi. Samt sem áður fínnast dæmi um súrt berg, a.m.k. bæði í Kverkfjöllum og Dyngjufjöllum. Líparítmolar finnast í jökulruðningnum framan við Kverk- jökul og Öskjugosið 1875 sannaði, svo ekki verður um villst, tilvist súrrar bergkviku í Dyngjuíjöllum. Ennfremur eru háhitasvæði fylgifiskar þessara megineldstöðva. DYNGJUR OG STAPAR í næstu grein um hraun og höggun á nútíma verður rætt um þær dyngjur sem myndast hafa eftir lok síðasta jökulskeiðs. Dyngjugos eru þarna ekk- ert nýtt fyrirbæri, heldur hafa þau verið algeng á þessum slóðum og þarna finn- ast bæði dyngjur frá hlýskeiðum og stapar frá jökulskeiðum. Dyngjugos undir jökli myndar svo sem kunnugt er stapa, það er dyngjutopp á móbergs- sökkli. Herðubreið (2. mynd) er einn dæmi- gerðasti stapi sem um getur og hefur hún líklega hlaðist upp þegar jökul- þykkt var nærri hámarki á síðasta jökulskeiði. Meginjökull hefur aldrei skriðið yfir topp hennar .en staðbundnir jöklar hafa myndast þar. Samt sem áður er dyngjugígurinn vel varðveittur. Lík- lega hafa verið fyrir einhver móbergs- fell þar sem Herðubreið hlóðst upp, svo sem í undirstöðu hennar á móts við norðurenda Herðubreiðartagla (1. mynd b). Kistufell (1. mynd a) er annar stapi sem hlaðist hefur upp á síðasta jökul- skeiði. Það er langt í frá að vera jafn reglulegur stapi að uppbyggingu og Herðubreið. Það virðist hafa hlaðist upp við gos á stuttri sprungu, því að á toppi þess mótar fyrir tveim gígum, en auk þess eru ummerki eftir yngri eldvirkni bæði í austur- og suðurhlíðum þess. Þar virðast, séð úr lofti, vera ummerki eftir eldvirkni á nútíma og gæti hrauntaglið vestan undir Kistufelli verið ættað þaðan. Ekki fínnast fleiri reglulegir stapar á kortlagða svæðinu en í Herðubreiðar- töglum fínnast bæði gömul og ný stapa- einkenni. Hæsti hryggur þeirra er 205
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.