Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 86
4. mynd. Vindrofnir móbergsdrangar (túff) við suðvesturhlíðar Dyngjufjalla. Wind
eroded palagonite tuff formation at the southwestern slopes of Dyngjufjöll. Ljósm.
photo Guttormur Sigbjarnarson.
Arnardalsalda gæti verið frá öðru eða
þriðja síðasta hlýskeiði.
MÓBERGSMYNDANIR
Eðli sínu samkvæmt eru móbergs-
myndanir mjög fjölbreyttar að upp-
byggingu og útliti. Þær hlaðast upp
við gos undir jökli eða í vatni þar sem
myndunaraðstæður allar geta verið
mjög ólíkar og sibreytilegar meðan
gosið varir, það er stærð og gerð goss,
þykkt jökuls og vatnsþrýstingur, sem
stöðugt er að breytast við jökulbráðnun
og jökulhlaup. Margir höfundar hafa
Qallað um myndun móbergs í verkum
sínum, sem hér yrði of langt mál upp
að telja, en þó skulu hér tilnefndir þeir
Guðmundur Kjartansson (1943, 1966),
Kristján Sæmundsson (1967), Guð-
mundur Sigvaldason (1968) og J.G.
Jones (1970). Þessir höfundar ganga
mismunandi langt í flokkun móbergs
en allir skipta þeir því í þrjá aðal-
flokka, þ.e. bólstraberg, þursaberg
(breksíu) og túff. Allir gera þeir einnig
grein fyrir því hvernig þessir þrír flokk-
ar geta blandast óreglulega saman og
myndað öll millistig sín á milli. Þeir
leggja einnig áherslu á hversu erfitt er
að kortleggja skil á milli þessara
flokka. Það er varla hægt við kort-
lagningu í þeim mælikvarða sem hér
var notaður, þó að slíkt hefði verið
æskilegt út frá mannvirkjajarðfræði-
legu sjónarmiði. Hins vegar var leitast
við að skipta móberginu upp í gos-
myndanir og lýsa gerð þeirra nokkru
nánar hverri fyrir sig (Guttormur Sig-
bjarnarson 1988).
Útlit og gerð móbergsmyndana er
mjög háð þvi hvort gosið sem skóp
þær hefur náð að brjótast upp úr jökli
eða ekki. Túff (4. mynd) myndast
aðeins við gufusprengingar í bergkvik-
unni, en þær verða ekki undir jökli.
Móbergsmyndanir úr túffi eða með
208