Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 108

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 108
EFNASAMSETNING STÖÐUVATNA Efnasamsetning stöðuvatna er á margan hátt frábrugðin efnasamsetn- ingu grunnvatns og árvatns. Snerti- flötur við berg er minni, árstíða- og dagsveiflur í efnasamsetningu eru oft töluverðar, vegna áhrifa lífvera, og ís- myndun á vötnum getur haft nokkur áhrif á efnasamsetningu með því að hindra efnaskipti við andrúmsloft. ítar- legar rannsóknir hafa verið gerðar á Öskjuvatni, Mývatni, Miklavatni í Fljótum og Þingvallavatni (Arný E. Sveinbjörnsdóttir og Sigfús Johnsen 1992, Jón Ólafsson 1979, 1980, 1991, 1992, Unnsteinn Stefánsson og Björn Jóhannesson 1978). Efnasamsetning þessara vatna er oft nokkuð sérstæð en afar mismunandi. Efnasamsetning Öskjuvatns ber merki jarðhita og e.t.v. eldvirkni. Efnasamsetning Mývatns og Þingvallavatns endurspeglar efnasam- setningu linda og lauga sem renna út í vatnið og efnasamsetning Miklavatns er sérstæð vegna þess að neðri hluti þess er saltvatn sem hefur flætt inn í vatnið fyrir nokkrum áratugum og staðnað þar án þess að blandast fersk- vatninu fyrir ofan. Eftir að ísa leggur á Mývatni er hitinn lægstur efst í vatninu en hækkar með dýpi, uppleyst súrefni minnkar og pH vatnsins lækkar eftir því sem nær dregur botninum en styrk- ur súlfats, klóríðs, kísils og heildar- magn uppleystra köfnunarefnissam- banda eykst við botninn (Jón Ólafsson 1979). Styrkur kísils í útfalli Mývatns lækkar þegar kísilþörungar á botni Mývatns taka að vaxa með hækkandi sól í febrúar-mars og binda kísil í skeljum sínum. Styrkur kísils fellur fram á mitt sumar, þá er hann um fímmtungur af vetrarstyrk en þó yfrið nógur fyrir kísilþörunga. Síðsumars eykst kísilstyrkurinn og nær hámarki á ný í skammdeginu (Jón Ólafsson 1991). EFNAFERLI SEM STJÓRNA EFNASAMSETNINGU ÁRVATNS OG GRUNNVATNS Þeir náttúrulegu þættir sem hafa hvað mest áhrif á efnasamsetningu árvatns og grunnvatns eru efnasam- setning úrkomu á ákomusvæði, bráðn- un jökulíss á afrennslissvæði, efna- skipti vatns og bergs, efnaskipti vatns og lífmassa (rotnun, öndun, tillífun o.fl.), efnaskipti vatns og and- rúmslofts, íblöndun jarðhitavatns, jarðsjávar eða sýrandi gastegunda, t.d. koltvísýrings og brennisteinsvetnis. TILLÍFUN, ÖNDUN OG ROTNUN LÍFRÆNNA JURTA- OG' DÝRALEIFA Efnaferlum samfara tillífun, öndun og rotnun þörunga má lýsa með eftirfarandi jöfnu: 106 C02+ 16 N03 + HP042 + 122 H20 + Ig H+ —tillffun—> <^- C106H263O1I0N16P + 138 02 (1) Við tillífun gengur hvarfið til hægri og myndar kolefniskeðjur og súrefni en við öndun og rotnun gengur hvarfið til baka, kolefniskeðjur og súrefni eyðast. Ef mikið magn þörunga er í vatni, eins og sjá má á 12. mynd, geta þeir haft veruleg áhrif á efnasamsetningu vatns- ins. Við vöxt þörunga, þ.e. við tillífun, gengur á koltvísýring, nítrat og fosfat í vatninu en þó mismikið. Fyrir hvert mól af fosfór þarf 16 mól af nítrati og 106 mól af koltvísýringi. Því losnar 16 sinnum meira af nítrati en fosfór og 106 sinnum meira af koltvísýringi en fosfór við rotnun jurta- og dýraleifa. Þetta sést glöggt á 13. mynd. Nitratinnihald árvatns á Suður- 230
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.