Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 110
N03 ppb N03 ppb N03 ppb NO, ppb
l-jan-72 l-jan-73 l-jan-74
13. mynd. Styrkur nítrats (míkrógrömm/
kg eða ppb) í Brúará við Efstadal,
Tungufljóti við Faxa, Ölfusá við Selfoss
og Þjórsá við Urriðafoss. Gögnin eru frá
Halldóri Armannssyni o.fl. 1973 og
Sigurjóni Rist 1974.
Sigurður R. Gíslason og Stefán
Arnórsson 1988, Sigurður R. Gíslason
og Stefán Arnórsson 1990, 1993, Sig-
urður R. Gíslason o.fl. 1993). Afleið-
ing þessa samspils vatns og bergs er
að pH vatns á yfirborði er yfírleitt 7,0
til 7,5. pH grunnvatns er almennt 7,0
til 10,5 en pH grunnvatns sem ekki
hefur komist í snertingu við kolsýru er
9,0 til 10,5 (1. tafla).
EFNASKIPTl VATNS OG
ANDRÚMSLOFTS
Eins og kom hér fram að ofan er pH
íslensks grunnvatns oft hærra en 9 (1.
tafla) og jafnframt er það verulega
undirmettað af kolsýru. Þegar slíkt
grunnvatn kemur upp í lindum og tekur
að renna í snertingu við andrúmsloft í
lindalækjum og lindám berst koltví-
sýringur úr andrúmslofti í vatnið.
Þessu er oft öfugt farið í dragám þar
sem koltvisýringur liefur tilhneigingu
til þess að berast úr vatni til andrúms-
lofts.
Flæði vatns í ám er nær undan-
tekningarlaust iðustreymi. Vegna iðu-
straumanna blandast vatnið vel allt að
mörkum vatns og lofts en þar breytist
bygging vatnsins. I stað þess að vera
óregluleg, eins og víðast í straumnum,
verður samröðun sameinda vatnsins
þétt og regluleg í yfirborðshimnunni.
Þessi þétta vatnshimna skilur í raun að
vatn og loft. Hún myndar einskonar
varnarlag sem tefur fyrir efnaskiptum
á milli lofts og vatns. En gastegundir
eins og súrefni, koltvísýringur og
köfnunarefni verða að berast í gegnum
þetta lag til þess að komast úr vatni
232