Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 111

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 111
eða í það. Þessi himna brotnar upp þegar vatn freyðir í ölduföldum, fossum og tlúðum og verða þá öll efnaskipti hraðari en ella. Samspili árvatns og andrúmslofts eða öllu heldur efnaskiptahraðanum milli þeirra, F (mól/cm2/sek) miðað við flatarmálseiningu snertiflatar þeirra, má lýsa með eftirfarandi jöfnu: F = D C/ z (2) D er reikistuðull fyrir ákveðna gas- tegund í vatni og er m.a. háður hitastigi. C er mismunurinn á styrk gastegundarinnar í vatnshimnunni sem liggur að andrúmsloftinu (C.) og styrk hennar fyrir neðan yfirborðshimnuna (Cv). Vegna blöndunar er styrkur gastegunda (Cv) sá sami frá neðra borði yfirborðshimnunnar og allt niður á botn árinnar. z er þykktin á yfir- borðsfilmunni. Því meiri styrksmunur sem er um himnuna, því þynnri sem himnan er og því heitari sem sem hún er, því meiri er efnaskiptahraðinn. Styrkur gastegundar í árvatni (Cv) eykst smátt og smátt þegar gastegund berst inn í það um yfirborðshimnuna og við það minnkar efnaskiptahraðinn (F). Því minna sem dýpi (h) árinnar er, því meiri sem efnaskiptahraðinn (F) er og því lengur (t) sem gasið berst inn í vatnið, því meiri verður breyt- ingin í styrk gastegundarinnar (Cv) í árvatninu. Þessu er lýst með eftir- farandi jöfnu: C = F t/h (3) en hér er gert ráð fyrir að efnaskipta- hraðinn, F, breytist ekki á tímabilinu t. Af þessu má sjá að styrkur gastegunda í grunnum, straumhörðum ám, sem eru langt frá jafnvægi við andrúmsloft, breytist hraðast. En eins og áður sagði eykst hraði efnaskiptanna enn þegar yfírborðshimna vatnsins brotnar upp í fossum og flúðum. Efnaskipti vatns og andrúmslofts hafa verið rannsökuð í Brúará á Suður- landi með tilliti til styrks koltvísýrings (Sigurður R. Gislason 1989) en árvatn nálægt upptökum er verulega undir- mettað miðað við koltvísýring and- rúmsloftsins. Þessar rannsóknir benda til þess að þykkt vatnsfilmunnar (z) sé 100 til 150 míkrómetrar. Samspil lofts og árvatns í u.þ.b. 20 mínútur jók kolsýrustyrkinn úr 9 mg/kg í 11,5 mg/ kg C02 með þeim afleiðingum að pH vatnsins lækkaði úr 9,0 í 8,6. SAMANTEKT Hér verða teknar saman helstu niðurstöður um efnafræði vatns í hringrás þess við Island. Hringrás vatns og umfjöllunarefni henni tengd (1-5) eru sýnd á 14. mynd. 1. Sjávarsöll setja mark sitt á efna- samsetningu úrkomu á Islandi. Styrkur þeirra er mestur við ströndina, hann minnkar inn til landsins og með hæð yfír sjávarmáli, og er vetrarúrkoman saltari en sumarúrkoman. Ofgnótt er af kalsíum og brennisteini í úrkomu, vegna efnaferla samfara uppgufun sjávar, brennslu lífrænna orkujyafa, lífrænu súlfíði ættuðu frá þörungum í efstu lögum sjávar og útblæstri súlfíðs frá jarðhitasvæðum. Urkoman er oftast lítt menguð en veruleg mengun getur orðið samfara eldgosum. 2. Sölt í snjó á yfirborði jökla skolast út þegar hluti hans bráðnar á sumrin. Sá snjór sem eftir situr og síðar breytist í ís er því mjög efnasnauður, enda er kjarni islensku jöklanna, og sá ís sem skilar sér með skriðjöklum niður á láglendi, eitthvert hreinasta form vatns í náttúrunni að vatnsgufu undan- skilinni. 3. Efnasamsetning grunnvatns á Islandi er sérstök vegna þess hve pH 233
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.