Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 132

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 132
fjallkjóa og verður þeirra getið hér á eftir undir skrásetningamúmeri (RM-númeri). Fáeinir fuglar eru varðveittir í öðrum opinberum söfnum eða einkasöfnum. Allmargir gamlir hamir (sérstaklega af ijallkjóum) eru í Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn (Zoologisk Museum) og eru þeir merktir með ZM-númeri. Finnendur eru skráðir nema þeirra hafi áður verið getið í birtum heimildum. Ef svo er, er einungis heimilda getið. Þetta á m.a. við um alla fugla frá 1979 og 1980 (sjá Gunnlaug Pétursson og Kristin H. Skarphéðinsson 1980, 1982). Effuglaer getið í fleiri en einni heimild er einungis getið þeirrar fyrstu, nema fyllri upplýs- ingar hafi komið fram síðar. Eftirfarandi skammstafanir og tákn eru notuð: <? = karlfugl, 2 = kvenfugl, imm = ungfugl, ad = fullorðinn. Upplýsingar um lifnaðarhætti og út- breiðslu eru að mestu byggðar á Cramp og Simmons (1983), en einnig á Maher (1974) og Fumess (1987). Lýsingar á búningum eru fengnar úr Cramp og Simmons (1983) og Harrison (1985). Til þess að forðast endurtekningar er í flestum tilvikum ekki vitnað frekar í þessar heimildir. TEGUNDAGREINING OG BÚNINGAR Ekki er hægt að kyngreina kjóa úti í náttúrunni, nema einna helst fullorðna ískjóa. Búningur kjóa breytist eftir árs- tíðum og 1-3 ára ungfugla má greina frá fullorðnum fuglum (og 3-5 ára fugla ef um hami er að ræða). Tvö eða fleiri litar- afbrigði finnast meðal allra þriggja kjóa- tegundanna á öllum aldri, Ijóst og dökkt og stig þar á milli, eins og hjá vætukjó- um. Búningaskipti ungra ískjóa og íjallkjóa eru þó ekki nægilega vel þekkt. Talið er að ískjóar fái ekki hreinan full- orðinsbúning fyrr en á fimmta vetri og fjallkjóar ekki fyrr en á þriðja eða jafnvel íjórða vetri. Þess má geta til samanburðar að sumir vætukjóar fá búning fullorðinna fugla þegar á þriðja vetri en flestir ljósir fuglar þó ekki fyrr en á fjórða vetri og dökkir fuglar jafnvel ekki lyrr en á fímmta vetri. Kjóar skipta um fjaðrir tvisvar á ári, eins og máfar, aðallega á haustin en einnig að hluta til á vorin. Ekki ætti að vera erfítt fyrir athugula fúglaskoðara að greina fúllorðna kjóa til tegundar. Öðru máli gegnir um greiningu ungra fúgla og lýsingamar hér á eftir skal því taka með varúð. Iskjói Yfirlit og samanburður: Iskjóar eru yfirleitt heldur stærri en vætukjóar og nokkm minni en skúmar. Þeir hafa engin áberandi einkenni, sem greina þá frá vætukjóum, ef frá eru taldar lengri, spónlaga og undnar miðstélljaðrir á full- orðnum fuglum, en fullorðnir vætukjóar hafa tvær stélfjaðrir sem em lengri en aðrar ljaðrir stélsins. Með nokkurri reynslu má þó einnig greina ískjóa frá vætukjóa á stærð, kubbslegum búk, breiðari vængjum, öðruvísi fluglagi, digrari hálsi, stærri hvítum vængskell- um á handflugijöðrum og krókbognara og gildara nefi. Dökkir ískjóar minna meira á skúma en vætukjóa en em háls- grennri og hafa ekki eins stórar ljósar vængskellur og skúmar. Unga ískjóa af ljósa afbrigðinu má helst greina frá ung- um vætukjóum á vaxtarlagi og áberandi þverrákum á undir- og yfirstélþökum. Rétt er einnig að hafa ýmsa unga máfa í huga þegar menn telja sig sjá unga ískjóa (s.s. sílamáfa, silfúrmáfa og svart- baka). Litarafbrigði: Tvö litarafbrigði fínn- ast meðal ískjóa. Það ljósara er fímm til tuttugu sinnum algengara en það dökka, en það fer þó nokkuð eftir svæðum. Um 5% varpfugla á V-Grænlandi og í Alaska eru dökkir. Þessara litarafbrigða virðist gæta hjá fuglum á öllum aldri. 254
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.