Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 143
6. mynd. Fjallkjói við Efri-Sýrlæk í Flóa, 5. júní 1993. Long-tailed Skua (Stercorarius
longicaudus) at Efri-Sýrlœkur in FIói (S Iceland), 5th June 1993. Mynd photo Amþór
Garðarsson.
meira um og staldra hér meira við en
áður fyrr. Eitt sinn sáust um 20 hjón
um vortíma. Nálægt allir eitthvað
hvítir". Amþór Garðarsson o.fl. (1980):
„Fjallkjóar hafa sést á sumrin á sömu
slóðum og ískjóinn [10-12 sjóm. út af
Dýrafirði], er eru sjaldgæfari (Höskuldur
Ragnarsson, Þingeyri)“.
í listanum hér á eftir yfír fjallkjóa sem
sést hafa hér við land er sleppt nokkr-
um tilvikum sem hafa birst á prenti, svo
sem fugli og eggjum sem talin em héðan
og voru til í safni í Dresden og athug-
unum Newtons árið 1858 í Höfnum.
Einnig er sleppt ungfuglum við Akureyri
1933. Lesendum til glöggvunar em þessi
tilvik skýrð hér nánar:
- ísland, fyrir 1838? Náð, fugl og 4 egg (ZM í
Drcsden, fugl týndur en egg til um 1905).
Thienemann (1838). - Hantzsch (1905) dregur
þetta í efa og telur eggin vætukjóaegg
samkvæmt mælingum. Rétt er að fylgja mati
og ályktun hans.
- Kirkjuvogur í Höfnum, Gull, 1858. Newton
(1863). - „Árið 1858 sáum Hr. Wolley og ég
hann nokkrum sinnum við Kirkjuvog" (þeir
félagar dvöldu í Höfnum frá 21. maí til 14. júlí).
Ekki er getið um dagsetningar, né fjölda fugla.
Engin lýsing er gefin. Verður að draga í efa
að þeir hafi séð fjallkjóa „nokkum sinnurn" í
Höfnum á 2 mánuðum þótt það sé ekki útilokað.
Hins vegar áskotnaðist þeim hamur 10. júní
það ár (sjá að neðan).
— Akureyri, Eyf, 8. ágúst 1933 (náð, ð, ungi frá
vorinu), 28. ágúst 1933 (náð, imm (ungi?)), 30.
ágúst 1933 (náð, imm (ungi?)), 4. september
1933 (náð, imm (ungi?)). Kristján Geir-
mundsson. - Kristján sá fullorðna fjallkjóa 26.
júlí (einn), 27. júlí (tvo) og 8.-9. ágúst 1933
(einn), sjá hér á eftir. Hann taldi að fuglinn 9.
ágúst haft átt unga: „...samt sá ég seinna tvo
unga af þessari tegund, og komst einnig að því
að þeir héldu til þarna í mýrinni". Kristján
safnaði fjórum ungum eða ungfuglum (8., 28.
og 30. ágúst og 4. september), sem hann taldi
vera fjallkjóa, en um afdrif þeirra er ekkcrt
vitað og þeirra er ekki getið í Timmermann
(1949), sem hins vegar getur mælinga á 31
vætukjóa sem Kristján safnaði á Akureyri í júlí
og ágúst 1933, 1935 og 1937. Þar sem ekkert
er vitað um afdrif eintakanna er þessum ungum
eða ungfuglum sleppt.
265