Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 163
1. mynd. Stjörnuþokan M100 er þyrilþoka í nokkurra tuga milljón ljósára ijarlægð frá
jörðu. Myndin til vinstri er af miðsvæði (kjarna) þokunnar og er tekin með Hubble-
sjónaukanum fyrir viðgerðina, en sú til hægri er af sama svæði eftir hana. Svo sem sjá
má er munurinn með ólíkindum og má nú greinilega sjá björt svæði þar sem stjörnu-
myndun er í algleymingi. Ljósm. Jet Propulsion Laboratory, NASA.
standist fullkomlega. Þrátt fyrir örlítið
skert sjónsvið vegna nýju speglanna
er skerpa myndanna mjög mikil. Eins
og sést á I. mynd sem hér fylgir er
munurinn með ólíkindum. Myndin er
af miðsvæði stjörnuþokunnar M100,
sem er í um 40 milljón ljósára fjar-
lægð. Myndin til vinstri er tekin með
Hubble-sjónaukanum skömrnu fyrir
viðgerðina, eða i lok nóvember 1993,
en hægri myndin er tekin skömmu
eftir viðgerðina þegar fínstilling
tækjanna var vel á veg komin. Mynd-
irnar eru hráar sem kallað er, en það
þýðir að þær eru eins og þær koma úr
sjónaukanum og engri myndvinnslu
hefur verið beitt. Alla jafna mætti
skerpa á myndinni til vinstri með
töluverðri myndvinnslu en þó tapast
alltaf allmikið af upplýsingum.
Eitt af því sem forvitni vekur er að
með Hubble-sjónaukanum má nú auð-
veldlega greina stakar stjörnur í mjög
íjarlægum stjörnuþokum og verður
unnt að gera á þeim nákvæmar ljós-
mælingar. Til dæmis eru menn nú
þegar farnir að leita að svonefndum
Sefítum í M100, en það eru breyti-
stjörnur með vel skilgreint samband á
milli lotu í ljósaflsbreytingum og
heildarljósafls. Þeir eru mjög bjartir og
sjást greinilega í mikilli fjarlægð. Með
því að mæla lotu tiltekins Sefíta má
þannig ákvarða ljósafl stjörnunnar og
með því að bera það saman við sýndar-
birtu hennar er unnt að reikna út fjar-
lægðina. Það er sérlega mikilvægt að
kvarða Sefítana nákvæmlega þvi vegna
þess hversu auðvelt er að ákvarða
Ijósafl þeirra eru þeir notaðir sem einn
af grunnkvörðunum við ákvörðun á
Hubble-stuðlinum, en hann segir m.a.
til um aldur alheimsins.
Á 2. mynd sést stjarnan Eta Carinae,
en hún er risastór sólstjarna í 10.000
Ijósára fjarlægð og um 150 sinnum
massameiri en sólin. Hún er mjög
óstöðug og árið 1841 „gaus“ hún og
ruddi af sér heilmiklu efni út í geim-
inn. Hún varð þá næstbjartasta stjarn-
285