Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 167

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 167
ingur: Gjóskumyndanir á Reykjanesi. Fund- inn sóttu 45 manns. 26. október: Gunnlaugur Björnsson, stjameðlisfræðingur: Af virkum vetrar- brautum. Fundinn sóttu 50 manns. 30. nóvember: Lúðvík E. Gústafsson, jarðfræðingur: Dyrfjallaniegincldstöðin. Fundinn sóttu 52 manns. Fundimir vom tilkynntir í dagskrám dag- blaðanna og útvarps en Hreggviður Norð- dahl sá með góðra manna hjálp um auglýs- ingar á íjölmörgum stofnunum og fram- haldsskólum á höfuðborgarsvæðinu, eins og undangengin ár. Háskóla íslands er þakkað fyrir afnot af fyrirlestrasalnum og Jóni Kristjánssyni, húsverði í Odda, er þakkað fyrir lipurð og aðstoð við undirbúning funda. FERÐIR OG.NÁMSKEIÐ Þátttaka í ferðum félagsins sumarið 1992 var einhver hin lélegasta frá upphafi. Farin var ein dagsferð í júní, fella varð niður helgarferð í júní vegna ónógrar þátttöku, langa ferðin í júlí var einhver hin fámennasta frá upphafi og fella varð niður vikuferð um Ódáðahraun vegna ónógrar þátttöku. Er þetta illu heilli framhald þróunar undanfarinna ára. Hafa í skýrslum HIN síðustu árin verið til- greindar ýmsar orsakir en einnar hefur þó ekki verið getið, sem er almennur doði og framtaksleysi hjá þjóðinni, en það virðist jafnan fylgja samdrætti í þjóðarhagnum. Hefur mátt greina samdrátt í þátttöku í ferðum félagsins og á fræðslufundi í kjölfar haglægða um áratuga skeið, þegar að er gáð. Félagið getur ekkert gert við hagsveiflum þjóðfélagsins, né vill það amast við samkeppnisframboði um útivistarferðir í því augnamiði að efla þátttöku í eigin ferðir. Þess í stað ber því að vanda eftir föngum til sinna ferða og gera þær sem fýsilegastar fyrir náttúruskoðara. Til þess er leikurinn gjör. Því má ekki gleyma að ferðir þessar eru gagngert til fróðleiks og kynningar á náttúrufari landsins en ekki einhver afþreyingarstarfsemi með keppni um sem flesta þátttakendur. Laugardaginn 13. júní var farin um- hverfisskoðunarferð um Reykjanesskaga í samvinnu við samtökin Landvemd og Náttúruverndarfélag Suðvesturlands. Farar- stjórar voru Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnarson, sem einnig vom leiðsögumenn í ferðinni. Þátttakendur vom 14. Farið var á bíl frá Guðmundi Jónassyni. Veður var kyrrt og þurrt en þungbúið og svalt. Farið var um kl. 10 frá Umferðarmið- stöðinni og ekinn hringur út fyrir Reykjanes með viðkomu í Straumsvík, hjá Vatnsleysu, á Grænási við Keflavíkurflugvöll, hjá Stapa- felli, á Reykjanestá, í Svartsengi, hjá Borgar- hóli í Krýsuvík og hjá Seltúni í Krýsuvík. Heim var komið um kl. 18.30. Skoðuð var landnýting, umgengni við efnisnám, gmnn- vatnsvemd og umhverfíshættur. Vom hinir fáu þátttakendur vel ánægðir með ferðina. Langa ferðin var farin til Mið-Norðurlands 23.-26. júli. Gist var þrjár nætur að Hrafna- gili í Eyjafírði. Lágu sumir í tjöldum, aðrir í svefnpokaplássum en enn aðrir gistu á sumar- hótelinu. Þaðan var farið um Tröllaskaga og um Eyjafjarðardal. Ekin var þjóðleið norður en heim var farið um Sprengisand með við- komu í Orravatnsrústum á Hofsafrétt. Farið var á fjallfærum bil'frá Guðmundi Jónassyni. Fararstjórar voru Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sigbjamarson. Þátttakendur vom 26. Leiðsögumenn voru sérfræðingar frá Náttúmfræðistofu Norðurlands, þeir Hörður Kristinsson, grasafræðingur, og Halldór G. Pétursson, jarðfræðingur, auk þess sem Elín Gunnlaugsdóttir, líffræðingur, leiðsagði um Lystigarðinn á Akureyri. Fimmtudag 23. júlí var lagt upp frá Um- ferðarmiðstöðinni í Reykjavík um kl. 10 að morgni og ekin þjóðleið norður í Eyjafjörð, með viðeigandi áfangastöðum á leiðinni. Eftir kvöldhlé á Hrafnagili var farið út á Gáseyri við Hörgárósa í góðu veðri, lygnu og björtu. Þar sýndi Hörður fólki dæmigerðan sjávar- fitjagróður og rakti á leiðinni gróðurhverfi í nágrenni Akureyrar. Halldór lýsti jarðgerð Eyjaljarðar og þó sérstaklega óseyra- og vaðlamyndunum, auk jarðmyndana frá ísaldarlokum. Föstudag 24. júlí var lagt upp um kl. 9 og ekið út með Eyjafirði að vestan. Veður var fremur svalt og drungi á ljöllum í norðaustan- átt. Eins og verða vill í slíku veðri glaðnaði til þegar kom í Fljótin og sól var í Skagafirði. Staldrað var fyrst á Hámundarstaðahálsi úti undir Svarfaðardal, þar sem litið var á jökul- garða, jaðarrásir og aðrar menjar ísaldarjökla í Eyjafirði og Svarfaðardal. Þaðan var ekinn 289
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.