Samvinnan - 01.03.1926, Page 8
2
SAMVINNAN
Unga fólkið segir oft að það vanti verkefni. því finn-
ast öll sæti vera full, og hvergi rúm fyrir nýja menn. En
hvaða rúm var um 1860 fyrir óskólagenginn sveitapilt
norður við Mývatn? þá var Jakob Hálfdánarson í'úmlega
-tvítugur. þá var verslunin öll í höndum harðdrægra út-
lendinga og þjóna þeirra íslenskra, sem voru hálfu verri
viðfangs en sjálfir húsbændumir. þá urðu bændurnir að
láta kaupmannastéttina skamta bæði vörurnar og verðið,
þjóðin var þá innlimuð í annað ríki, þar sem fáir báru
kensl á eðli þjóðarinnar. Jón Sigurðsson og samverkamenn
hans leystu stjórnmálafjötrana af þjóðinni, en Jakob Hálf-
dánarson ogsamherjar hans brutu fjármálahlekkina. Rúm-
lega fertugur stofnar Jakob Kaupfélag þingeyinga 1881—
82. 1 aldarfjórðung stýrir hann því. þá era komin sams-
konar félög í flestum helstu bygðum landsins. Sjálfseign-
ai'verslun borganna, þar sem kept er að sannvirðinu, að
réttiæti og samhjálp í viðskiftum var þá orðin varanlegur
þáttur í fjármálalífi þjóðarinnar.
Jakob Hálfdánarson og kona hans Kristín Pétursdótt-
frá Reykjahlíð áttu erfiða leið í fararbroddi. Sífeld fátækt,
miklar annir og umstang, mikið vanþakklæti og nokkur
samúð, það voru laun þeirra tveggja sem stýrðu elsta
kaupfélagi landsins fyrsta aldarfjórðunginn.