Samvinnan - 01.03.1926, Page 16
Heima og erlendis.
Svo heitir skrifað blað sem Kaupfélag
Ófeigur. pingeyinga hefir gefið út í nálega manns-
aldur. Benedikt Jónsson á Auðnum er og
hefir verið ritstjóri þess og skrifað manna mest í blaðið.
Munu nú vera gefin út yfir 20 samrit af „Ófeigi", eitt í
hverja deild og gengur heftið milli allra í deildinni og
síðan geymt hjá deildarstjóra. Benedikt Jónsson hefir
verið kallaður bestur skrifari hér á landi, fyrir utan aðra
yfirburði. Ritar hann sjálfur fyrsta eintakið og stundum
meira, en síðan taka við aðrir vel skriftlærðir menn, að
prenta. Útgáfa „Ófeigs“ er alveg einstök í sinni röð. Blað-
ið ræðir öll kaupfélagsmál, sem fyrir koma í héraði og
veita félagsmönnum margskonar fræðslu um verslunar-
og félaigsmál. Margir félagsmenn skrifa í blaðið. Og til
að rita það og endurrita fyrir enga eða nálega enga borg-
un, þarf mikinn óeigingjarnan áhuga. „Ófeigur“ er veru-
leg' fyrirmynd. Slíkt blað þyrfti að'vera í hverju sam-
vinnufélagi. En víða er ekki hægt að halda við rituðu
blaði, af möngum ástæðum. í einu af yngstu kaupfélög-
unum hefir sama hugmynd komið fram en í nokkuð öðr-
um búningi. Guðbrandur Magnússon gefur út lítið vélrit-
að og fjölritað blað, sem heitir'Augnablikið. í því koma
stuttar greinar og tilkynningar. „Augnablikið" kemur á
flesta bæi á félagssvæðinu, en rúmar miklu minna af rit-
gerðum en „Ófeigur“. þessara dæma er hér igetið til fyrir-
myndar. Hvert gott félag þarf að hafa sitt blað. Sum-
staðar kynni að vera hægt að líkja eftir „Ófeigi“. Annar-
staðar eftir „Augnablikinu". þeir sem kynnu að hafa