Samvinnan - 01.03.1926, Side 17
SAMVINNAN
11
áhuga fyrir slíkum framkvæmdum geta fengið frekari
bendingar um þessi félagsblöð hjá ritstjórum þeirra.
Nú í vetur fór Jón Sigurðsson í Ystafelli
Fyrirlestraferð að tilhlutun Sambandsins fyrirlestraferð
Jóns um Húnavatnssýslu og Skagafjörð. Ótíð
Sigurðssonar. var mikil, hin mögnuðu mannskaðaveður
þegar tveir togarar fórust, meðan Jón var
á ferð um Húnaþing, og fórust fundir sumstaðar fyrir af
peim orsökum. En yfirleitt voru fundimir fjörugir. Á þá
komu víða fylgismenn kaupmanna og kaupmenn sjálfir,
t. d. á Blönduósi og Sauðárkróki, en stiltu þó oftast í
hóf, að frátöldum nokkrum kunnum æsingamönnum. Á
Hólum var þá bændanámsskeið. Jón flutti þar erindi sitt.
Tveir mjög óhlutvandir andstæðingar samvinnunnar voru
þar skrifarar. Var frásögn þeirra svo hlutdræg í garð
samvinnumanna að fundarmenn ákváðu að skera skyldi
blöð þau upp úr fundarbókinni og brenna. Sést af þessu
dæmi bardagaaðferð andstæðinganna. Kennir þar í einu
vöntunar mannkosta, gáfna, þekkingar og mannasiða.
Hefir slíkt dæmi aldrei komið fyrir áður á íslandi, svo að
sögur fari af. Annars gekk för Jóns hið besta. Voru um-
ræður yfirleitt alvarlegar en hógværar á flestum fundum.
Gera slíkir fyrirlestrar mikið gagn, því þeir knýja menn
til að vaka og hugsa um hvað fram fer í kringum þá. Sam-
vinnan hefir alt að vinna og engu að tapa við almennar
umræður um félagsmálin.
I vetur kom í Lögréttu allítarlegt bréf úr
Lögréttubréf Skagafirði, og virðist það vera ritað af
úr Skagafirði. greindum manni, sem stóð mitt á milli
kaupmanna og kaupfélaga í verslunar-
málum. En saga sú sem bréfritarinn segir úr sínu héraði
er mjög átakanleg. Hann lýsir því að kaupfélagið á Sauð-
árkróki og Sis. hafi áreiðanlega fært bændunum í hérað-
inu verðhækkun á íslenskum afurðum það ár, sem num-
ið hafi tugum þúsunda króna. Bréfritarinn ber saman
verð á þessum vörum, bæði hjá kapfélaginu og kaupmönn-
um, og reiknar síðan hagnaðinn eftir vörumagni héraðs-