Samvinnan - 01.03.1926, Side 23
S A M V I N N A N
17
að samvinnan muni eftir fáa áratugi verða meginstoð
landbúnaðarins. Brautryðjendum hennar er það ljóst, að
samvinnan er eina færa leiðin fyrir bændur, ef að þeir
eiga að geta losað sig við milliliðina, og bjargað afurðum
sveitanna frá braski kaupsýslumannanna, komið á jafnri
vöruvöndun og selt jöfnum höndum alt árið.
Stjórn Bandaríkjanna gerði út nefnd
Sendinefnd manna til þess að kynna sér samvinnufé-
Banda- lögin í öllum löndum hér í álfu. Nefndar-
ríkjanna. menn komu við í fimtán löndum, og sömdu
skýrslu um ferðina til efri málstofu þings-
ins. þykir skýrslan hið merkilegasta rit, og hefir vakið
mikla athygli. Samvinnustefnunni er lýst sem alþjóða-
hreyfingu, er vinni hugi manna um allan heim.
Nefndinni telst til að samvinnufélög séu um 285 þús.
að tölu, og að félagsmenn munu vera nær 30 miljónir. Með
fjölskylduliði þeirra er gert ráð fyrir að um 120 miljón-
ir manna fylgi þessari hugsjón, og njóti þeirra hlunninda
er félögin hafi að bjóða. Samvinnufélögunum og einkenn-
um þeirra í ýmsum löndum er lýst rækilega. Samvinnu
bændanna, kaupfélögunum í borgunum,. heildsölunum,
samvinnubönkunum o. s. frv. Kaupfélögin voru á ófriðar-
árunum, að dómi nefndarinnar, einu stofanirnar er stjórn-
ir landanna gátu snúið sér til, og haft sér til aðstoðar til
að vernda neytendur gegn okri kaupsýslumannanna. Fé-
lögin sönnuðu lífsmagn sitt á erfiðustu árum þjóðanna,
og aiþýða manna lærði að meta þjóðþrifastarfsemi þeirra,
enda fjölgaði félagsmönnum meir þau ár, en nokkru sinni
áður. það hefir sýnt sig, segir nefndin, að samvinnustefn-
an er farsælasta leiðin til að byggja upp betra þjóðskipu-
lag. Hvetur hún landa sína til að fara að dæmi annara
þjóða, og færa sér í nyt reynslu þeirra á þessu sviði.
2