Samvinnan - 01.03.1926, Síða 28
22
SAMVINNAN
einhver nýung; eða umbót, sem geti orðið til leiðbeining’ar
eða fyrirmyndar. Allir þeir sem áhuga hafa á þessu máli
og kynnu að hafa tillögur eða vitneskju í byggingarmá!-
unum, geta látið ritstjóra Samvinnunnar vita um tillögur
sínar. Vegna rúms verður væntanlega ekki hægt að birta
alt sem tímaritinu er sent á þennan hátt, og yfirleitt verð-
ur ekki rúm fyrir langar greinar um einstök atriði bygg-
ingarmála, heldur lögð áhersla á stutt yfirlit, myndir og
almennar hugmyndir um málið.
Byggingar í sveitum og kauptúnum hljóta að vera
nokkuð mismunandi. En þó er því svo varið, í hverju
menningarlandi, að ýms sameiginleg blæeinkenni virðast
vera á flestum byggingum. Svo var og hér á landi um
torfbæina. þeir eru einu íslensku byggingarnar í fullkom-
lega íslenskum stíl. það sem liggur fyrst fyrir hendi og
margir mætir menn hafa fengist við, er að reyna að end-
urvekja gamla bæjastílinn, en miða jafnframt við bygg-
ingarefni nútímans. Guðjón Samúelsson og Jóhann Krist-
jánsson hafa teiknað fyrirmyndir og reist steinhús í
sveitabæjastíl. Jón þorláksson hefir hér í Reykjavík reist
nokkur slík hús samföst við götu eina og verður því ekki
neitað að sveitabæir hans bera, hvað ytra útlit áhrærir,
stórum af „eldspítnastokkunum“ í kring.
En fyrir utan þessa framkvæmdamenn hefir Ás-
grímur málari lagt nokkuð til málanna og fylgja hér tvær
myndir af húsum, sem hann hefir gert í tveim mismun-
andi íslenskum stílum. Annað er „hallarstíll. Hitt er
„sveitabæjastíll“. Skal nú sagt frá tildrögum þessara
tveggj.a hugmynda.
þegar bruninn mikli varð síðast í miðbænum eyði-
lagðist Landsbankinn. Var þá talað um að flytja hann
þótt ekki yrði úr því endanlega, og gerðar ýmsar áætlanir
og teikningar. Ásgrímur gerði þá mynd af tilvonandi
Landsbankahúsi. Mynd af framhlið bankahallarinnar og
var hún sýnd á málverkasýningu í Rvík nokkru fyrir
stríð og vakti mikla eftirtekt. En auk þess gerði Ásgrím-
ur grunnmynd af húsaskipun í bankanum, eftir þörfum