Samvinnan - 01.03.1926, Síða 31
S A M V I N N A N
25
kvæðunum og þjóðsögunum. En gömlu bæimir hæfa samt
ekki samtíðinni lengur. Efnið gamla, torfið, er of hald-
laust. Steypan kemur þar í staðinn. Gólfflöturinn er of
stór, göngin of löng, stundum hætt við leka, óheppilegt
að hafa sérstakan stiga upp á hvert loft o. s. frv.
' Og hvað gerir svo Ásgrímur? Hann teiknar steinhús,
með löngum kjallara, eina hæð.með háu þaki,álíka rismikla
eins og gömlu baðstofurnar voru. Á framhliðinni lætur
AsíiTimnr Jólisson:
Sveilnbær.
hann vera þrjá kvisti. Sá í miðið er mestur, og ber hærra
en aðalmænirinn. það gefur byggingunni svip. þakið er
úr einhverju vel vatnsheldu efni, en ofan á er torf. það
gerir þakið hlýtt, en samt lekur það ekki. Og á sumrin er
þakið grænt. Veggirnir eru hvítir. Vel myndi slík bygging
sóma sér á sléttu grænu túni, undir skörðóttri fjallshlíð.
Sennilega verður aldrei bygt nákvæmlega eftir þess-
ari mynd Ásgríms, en vel mætti svo fara, að hún mótaði
fjölda bæja á ókomnum árum. Höfuðkostir hennar eru
meginlínurnar: Frambærinn með hinum vingjarnlegu þil-
um fram á hlaðið. En á milli bustanna eru nú ekki lengur
óbrúuð sund. Hinn langi baðstofumænir er svo að segja
dreginn þvert gegnum allar bustirnar. Nóg birta kemur
á loftið gegnum kvistgluggana og stafnglugga. Stóri gólf-