Samvinnan - 01.03.1926, Qupperneq 33
Ræða
Jónasar alþingismanns Jónssonar við 1. umræðu Byggingar-
og landnámssjóðs.
petta frumvarp er komið inn í deildina fyrir nokkru.
En með því að sumir háttv. þingdeildarmenn voru þá
veikir, en eg kaus að sem flestir þeirra gætu verið við-
staddir er það kæmi til umræðu, þá hefir málið ekki ver-
ið tekið á dagskrá fyr en í dag.
Áður en eg vík að aðalefni þessa frumv., þá vildi eg
segja fáein orð alment um málið. Eins og kunnugt er, þá
var árið sem leið hið mesta veltiár við sjávarsíðuna, sem
sögur fara af. Eftir því sem ráða má af skýrslum um
litflutning, þá má gera ráð fyrir því, að Reykjavík ein hafi
haft ca. 20 milliónir króna í tekjur umfram það sem ger-
ist í meðal ári. þetta er að vísu óvenjulegt, en það sýnir
samt, að sá skriður er nú kominn á atvinnurekstur hér,
að miklu meiri fjárhæðir safnast á hendur einstakra
manna en áður hefir átt sér stað.
þessi vaxandi fjárhagslegi máttur í landinu er sjálf-
sagt alment ánægjuefni manna. En þó að sagt sé frá þess-
um gróða, er ekki nema hálfsögð saga. Yfirstandandi ár
byrjaði nokkuð öðruvísi en hitt. Sjórinn, sem gaf svo
mikið á síðasta ári, hefir nú tekið um 150 manns, flesta
á besta aldursskeiði á fyrstu mánuðum þessa árs. Á ein-
um degi, að því er menn álíta, hafa farist um 70 manns
af tveim skipum. Eg ætla ekki að meta þetta manntjón
til peninga. það er ákaflega mikið, því mannslífið er dýrt.
En til þess að gefa dálitla hugmynd um það, bið eg menn
að setja sér fyrir sjónir það tilfelli, ef allir karlmenn, t.