Samvinnan - 01.03.1926, Qupperneq 41
S A M V I N N A N
35
benda á það að í einu héraði hér allnærri, er á flestum
bæjum engin eldavél til. í sama héraði vildi það til fyrir
stuttu að embættismaður var að flytja burtu. Konan hans
fór á bæina í kring til að kveðja nágrannakonur sínar,
sem verið höfðu. En hún sá sér ekki annað fært en að
hafa með sér kaffi, sykur, brauð o. fl. til þess að leggja
á borð með sér, því hún vissi að kunningjakonum hennar
mundi ekki falla vel að geta ekki tekið á móti á þann hátt
að bera henni kaffi, en það áttu þær ekki til, það vissi
hún. Fátæktin var svo mikil. Eg skal að vísu játa að þetta
var í óvenjulega fátækri og niðumýddri sveit, þar sem
kaupfélaganna hefir ekki enn notið við. En þetta dæmi
bregður þó ljósi yfir ástandið eins og það er í sumum
héruðum hér á landi.
En hvað viðvíkur þvi, sem eg þykist vita að margir
vilji spyrja um, — hvar eigi að taka peningana til þessa,
þá held eg að vart sé um betri leið að ræða, en hér er farið
fram á. Eg tel víst að margir fallist á þessa hugmynd
rnína í aðalatriðum, vilji auka ræktaða landið og fjölga
býlunum, en sjá ekki hvar eigi að fá féð til þess. Eg hefi
hugsað þetta mál allmikið, og fundið hliðstæðu í jarð-
ræktarlögunum og berkla-varnarlögunum. það fé eins og
önnur venjuleg útgjöld landssjóðs er tekið með einskonar
nefsköttum, tollunum. En þeir eru orðnir nógu þungir að
flestum finst.
Hér á landi bera efamennirnir tiltölulega lang létt-
astar byrðar. því fanst mér, að hjá þeim yrði nú að
bera niður. Að vísu hefði eg heldur kosið að hafa þetta
sem beinan tekjuskatt, auka tekjuskatt á háum tekjum.
FJn það er nær ómögulegt að undirbúa frv. á þeim grund-
velli, því hér eru engar opinberar hagskýrslur til, til þess
að byggja á. 1 þeim skýrslum, sem til eru, er líklegast
framið lagabrot í því að greina ekki tekjuskatt frá eigna-
skatti. þessu er öllu ruglað saman, og eru því engar
ábyggilegar skýrslur til um efnahag manna. Eg hefi gert
ráð fyrir að þessum skatti yrði jafnað niður á allar meiri
háttar tekjur og eignir, á svipaðan hátt og gert er með
3*