Samvinnan - 01.03.1926, Page 44
38
SAMVINNAN
undir sig víðlenda markaði í öðrum heimsálfum fyrir
framleiðslu landsins. Samgöngur voru stórum bættar
innanlands með nýjum vegum og síkjum milli skipgengra
ár. Við það urðu vöruflutningar mun greiðari en áður
var, og viðskiftin færðust út yfir alt landið. I bæjunum
reis upp auðug stétt kaupsýslumanna. Verslunarauður-
inn tók forystuna í atvinnumálum þar sem stórgróða var
von. Heimsmarkaður Englands, bættar samgöngur inn-
anlands og fjármagnið knúði fram stóriðjuna í landinu.
Jafnhliða uppgangi Englendinga í verslun gerast hæg-
fara breytingar á skipulagi iðnrekstursins. þær stafa að
Iitlu leyti frá nýjum uppgötvunum, vélum eða vinnuað-
ferðum. I þeim efnum gerðust engar verulegar nýjung-
ar, er gætu valdið straumhvörfum. það var kaupmensku-
gróðinn er lagði smámsaman undir sig flestar greinar
handiðnanna. Ný stétt manna kom fram á sjónarsviðið
í iðnrekstri, kaupsýslumannastéttin, er tók stjórn hans í
sínar hendur og sölu afurðanna. þetta gerðist á þann
hátt, að kaupsýslumenn lögðu meisturum til hrávöruna,
oft einnig verkfæri og annað er framleiðslan þurfti.
Kaupsýslumaðurinn greiddi vinnulaunin að verkinu
loknu, en var eigandi varningsins og annaðist söluna.
Framan af vinna meistarar í vinnustofum sínum eins og
áður, ráða að mörgu leyti tilhögun vinnunnar, og hvern
tíma dagsins þeir vinna. Á síðara stigi þessa iðnskipu-
lags hafa iðnhöldar reist sér vinnustofur, þar sem fjöldi
manna, meistarar og sveinar og aðrir vinna undir stjórn
eigandans. Meistarar hö'fðu þannig mist sitt forna sjálf-
stæði í atvinnurekstri, og voru líkum lögum háðir og
verkamenn stóriðnaðar síðari tíma.
Stóriðjan í þessari mynd var eðlileg afleiðing
breyttra staðhátta. Hún hlaut að eflast jafnhliða því að
íjármagnið óx og verslunin færði út kvíamar. Meistur-
um þeirra tíma skorti fé, þekkingu á markaðshorfum,
og skilning á rás viðburðanna til að geta lagað sig
eftir breyttum staðháttum. Iðnhöldarnir nýju, er betur
þektu markaðskröfurnar, höfðu meiri reynslu í viðskift-