Samvinnan - 01.03.1926, Page 52
Ódýru bílferðirnar.
Héi’ verður sögð lítil saga úr framþróun samgagn-
anna hér á landi.
Zófónías Baldvinsson í Reykjavík hefir átt veruleg-
an þátt í að koma á hinum hröðu og ódýru ferðum, sem
bændur á Suðurlandi nota nú sér til hinna mestu hagsbóta.
Eftir því sem vegakerfi landsins batnar geta fleiri héruð
notað samskonar flutningatæki. ísland hefir lakastar sam-
göngur af öllum menningarlöndum Evrópu. Veldur þvi
stærð landsins og fámennið. Alt sem bætir úr samgöngum
hér, alt sem þokar mönnum saman í félagslegum skilningi,
er til eflingar þjóðinni.
Zófónías er Eyfirðingur, fæddur á Bakka í Svarfað-
ardal 1876. Hann ólst upp þar í sveitinni, og bjó í Svarf-
ardal nokkur ár, en flutti til Akureyrar laust eftir alda-
mótin og gerðist þar ökumaður og ekki í smáum stíl. Hann
nafði marga hesta og vagna. Keypti einskonar skraut-
vagn fyrir 6 menn, sem tveim hestum var beitt fyrir, óg
var hann mikið notaður á Akureyri áður en bifreiðar
komu. Á veturnar hafði Zófónías marga sleða í förum,
suma til vöruflutninga, en aðra sérstaklega ætlaða til
mannflutninga líkt og gerist í Noregi. Samhliða þessari
starfsemi ræktaði Zófónías stæfðartún í nánd við Akur-
evri. Hann hafði geysimikinn áburð og ræktaði jörðina
svo vel, að hann fekk oft 90 hesta af þrem dagsláttum.
Jakob prestur í Holti undir Eyjafjöllum fekk Jón Sig-
mundsson til að flytja hingað hina fyrstu bifreið, sem
gagn var að 1913. Zófónías var einn hinn fyrsti sem skildi
fljótt, hve þýðingarmikið spor var hér stigið. Árið eftir fær