Samvinnan - 01.03.1926, Page 59
SAMVINNAN
53
um og nærsveitunum, þeir sem selt gátu mjólk í bæ-
inn. Tilgangur félagsins var að koma skipulagi á mark-
aðinn og bæta vöruna. Eyjólfur var nokkra mánuði að-
stoðarmaður Jóns Kristjánssonar við félagið. En haustið
1918 andaðist Jón í influensunni miklu. Eyjólfur tók þá
við forstjórastöðu í félaginu og hefír gegnt henni síðan.
1920 byrjaði félagið að gerilsneiða mjólkina. Var það hið
mesta nauðsynja fyrirtæki, en átti erfitt uppdráttar í fyrstu,
því að bæjarbúar vildu síður mjólkina hreinsaða og bænd-
um varð hreinsunin dýr. Smátt og smátt breyttist þetta,
og er gerilsneiðingin nú vinsæl orðin. Eélagið verslar nú
með tilbúinn áburð og kraftfóðnr. Það er í miklum upp-
gangi.
4. Stefán Diðriksson.
Stefán er fæddur 15. des.
1892 að Vatnsholti í Árnes-
sýslu, sonur Diðriks bónda
Stefánssonar og Olafar Eyj-
ólfsdóttur í Vatnsholti. Stefán
gekk í Plensborgarskóla 1913
og lauk þar fullnaðar-prófi
Hann var harðgerður iþrótta-
maður og synti í sjónum skairit
frá skólanum flesta daga að
vetrinum. Síðan stundaði Stef-
án bprnakenslu í átthögum
sínum nokkur ár. I febrúar
1919 var stofnað kaupfélag
fyrir Biskupstungur, Laugardal og Grímsnes með sölustað
á Minniborg. Stefán var einn af hvatamönnum félags-
stofnunar og var þegar í stað valinn framkvæmdarstjóri
og heflr verið það síðan. Félagið átti erfltt fyrstu kreppu-
árin, en nú er það i mikilli framför. Það flytur austur
að Minniborg mestalla aðflutta vöru handa félagsmönn-
um, og suður aftur mestalla landvöru bænda. í þessu
skyni hefir félagið jafnan tvser bifreiðar í förum milli