Samvinnan - 01.03.1926, Page 66
60
SAMVINNAN
skoðunar, að félög-in eigi að færa út verksvið sitt jafn-
hliða því að sjóðseignir þeirra vaxa. Kaupfélögin hafa nóg
verkefni fyrir sjóðseignir sínar. Fjöldi viðfangsefna bíður
úrlausnar. þau eiga að stefna að því, að vinna bug á sam-
kepnisfyrirkomulaginu í framleiðslu og verslun. Taka
framleiðslu og verslun smámsaman í sínar hendur, reka
iðnað, landbúnað, byggja holl og góð hús fyrir félags-
menn o. s. frv. Kaupfélög er eiga stærri sjóðseignir en
verslun þeirra krefst, gætu stungið góðum gróða í vasa
sinn, að auðmanna sið, ef að þau keyptu verðbréf eða
hlutabréf í arðvænlegum fyrirtækjum. En það væri að
fá andstæðingunum vopn í hendur. það væri gagnstætt
anda samvinnunnar, ef að félögin legðu fé sitt í gróða-
brall einstakra manna eða hlutafélaga. það eðlilegasta er,
að félögin noti sjóðseignir sínar eingöngu í þágu sam-
vinnunnar, og til að færa sig lengra fram á framsóknar-
brautinni. þær stéttir þjóðfélagsins er hafa skipað sér
undir merki samvinnunnar eiga að njóta uppskerunnar.
Sjóðeignir samvinnufélaganna er lyftistöng hinna fátæku
í lífsbaráttunni og styrkur þeirra í baráttunni, fyrir
l-ættu þjóðskipulagi.