Samvinnan - 01.03.1926, Page 70

Samvinnan - 01.03.1926, Page 70
64 SAMVINNAN Ef þingmenn taka við starfi, sem er launað úr ríkis- sjóði, þá missa þeir kjörgengi og verða samstundis að liverfa af þingi. Ef embættið er pólitískt, þá verða þeir að leggja niður þingmensku og leita endurkosningar. það er því nokkurn veginn trygt, að þingmenn geta ekki notað þingmenskuna til fjáröflunar. það er dýrt spaug að verða þingmaður á Englandi. Auk kosningakostnaðarins verða þingmenn jafnan að leggja mikið fé fram til allskonar stofnana í kjördæmum sínum. þetta er því mikilvægara, sem það er siður á Eng- landi að fjöldi af skólum, sj úkrahúsum, íþróttahúsum og fleiri þessháttar stofnunum, sem í öðrum löndum eru kostaðar af almannafé, eru þar reknar með frjálsum sam- skotum, og þess er krafist að þingmaðurinn leggi ríkulega af mörkum til samskotanna. Hann er fyrsti borgari kjör- dæmisins og hefir því mörgum skyldum að gegna. Enn- fremur er ætlast til þess að þingmenn taki mikinn þátt í samkvæmislífinu í Lundúnum, og alt kostar þetta mikið fé. það er því ekki að undra þótt það séu einkum ríkis- menn, sem komast á þing. Fulltrúar verkamanna eru nátt- úrlega sjaldan efnaðir, en þeir eru kostaðir af verka- mannafélögunum, og enskir verkamenn launa foringjum sínum eins vel og ríkið hátt settum embættismönnum. Meðalaldur þingmanna er hærri á Englandi en í fiestum öðrum löndum. Ungir menn komast sjaldan á þing, nema í þeim héröðum, sem Keltar byggja, Wales og Skotlandi, eða þá í einstaka fámennum sveitakjördæmum þar sem auðugar ættir jarðeigenda ráða enn lögum og lofum. Vissasta ráðið til þess að komast á þing, er að reka einhverja atvinnu í mörg ár, græða fé, vinna sér álit og traust stéttarbræðra sinna og meðborgara og helst að fást við sveitastjórn eða önnur opinber störf. það er ekki algeng't að menn nái kosningu í fyrsta sinn, er þeir bjóða sig fram. Vér þekkjum vel frá flestum ríkjum á meginlandi álfunnar, að ungir menn vel máli farnir eða pennafærir,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.