Samvinnan - 01.03.1926, Page 73
S A M V I N N A N
67
hann það, þá svíkur hann yður í stað þess að gera yður
greiða.
„Parlamentið er ekki samkoma af sendiboðum frá
fjarskyldum og andstæðum sveitum, er koma þangað til
Housc of Coiumons. Fuiidarsalui- neöri deildar Parlamentsins.
þess að berjast fyrir áhugamálum og hagsmunum þeirra
staða eins og málafærslumenn gegn öðrum málafærslu-
mönnum“.
„Parlamentið er hugsandi og rannsakandi samkoma
fyrir eina þjóð, með að eins eitt áhugamál, velferð heild-
arinnar. Engin hreppapólitík má eiga sér stað, heldur á
heill almennings að verða leiðarstjama almennings“.
„þér kjósið þmgmenn, en þegar þér hafið kosið hann,
er hann ekki fulltrúi fyrir Bristol, heldur þingmaður í
Parlamenti Bretlands".
þessi setning er sífelt endurtekin, en ekki myndi þó
hið siðferðislega vald erfikenningarinnar vera nægilegt,
til þess að vernda sjálfstæði þingmanna gagnvart kjós-
endum. \ '
Hér kemur til greina hið merkilega atriði, að þing-