Samvinnan - 01.03.1926, Síða 76
70
SÁMVINNAN
hvaða menn skwli hafa orð fyrir þeim í hverju máli, og
eru vanalega valdir til þess þeir menn er mesta sérþekk-
ingu hafa á málinu. Svo tala fáir aðrir. Fjöldi þingmanna
tekur því nær aldrei til máls.
það þykir heldur ekki hlýða, að þingmenn séu altaf
að halda ræður, en þess er stranglega krafist, að þeir greiði
atkvæði um öll mál, er nokkru skifta. Atkvæðagreiðslan
er birt í blöðunum, og ef þess verður vart, að einhver
þingmaður vanrækir oft að greiða atkvæði, er það nokk-
urnveginn víst að hann nær ekki endurkosningu.
pess má geta, að hver þingmaður má ekki tala nema
einu sinni um sama mál. Á nefndafundum mega menn
tala eins oft og þeir vilja og flytja breytingartillögur.
Umræður um mál fara jafnan mjög kurteislega fram
í þinginu. Flest ríki hafa sniðið þingsköp sínv að meira
eða minna leyti eftir enskri fyrirmynd; en auðvitað slept
þeim atriðum, sem eiga rót sína að rekja til sögulegra
viðburða og væru óhugsandi utan Englands. pó má minn-
ast á það sem sérkennilegt fyrir England, að engin ákvæði
eru til um það, að meiri hluti þingmanna þurfi að vera á
á fundi til þess að samþyktir séu lögmætar. Fundur er
lögmætur ef 40 þingmenn eru viðstaddir og þá er hægt
að taka allar ákvarðanir. Bretum þykir engin þörf á að
skylda þingmenn með lögum, til þess að sækja fundi. það
er talið sjálfsagt að þeir greiði atkvæði um mikilvæg mál,
og sæki fundi er þeim þykir ástæða til, en það er alt
frjálst, og engin skylda til þess að koma í þinghúsið.
það er venja, að stjórnin ráðgast við foringja and-
stæðinganna um flest helstu mál, utan við þingsalinn, og
yfirleitt má segja að formaður stjórnarandstæðinga hafi
rneiri áhrif og virðingar, en vehja er til á þingum ann-
ara þjóða.
Foringjar flokkanna hafa mikil völd, eins og vænta
má um svo fjölment þing. Fjöldi þingmanna hefir lítil
áhrif á stjórnmálin, en þó telja Bretar það ógerning að
fækka þingmönnum, því þá væri auðveldara fyrir for-