Samvinnan - 01.03.1926, Qupperneq 80
er allur fjöldinn af frumvörpum saminn af einstökum
þingmönnum. Auðvitað eru mörg þeirra samin í flaustri,
og oft, kanske oftast, er helber hreppapólitík orsökin til
þess, að þau koma fram. þingmenn vilja þóknast hátt-
virtum kjósendum og vinna fyrir hagsmuni þeirra. Stund-
um er líka með í spilinu, meiri eða minni von um eigin
hagnað. Af þessu stafar hinn endalausi reipdráttur og
hrossakaup, milli einstakra þingmanna og þingflokka, sem
er að verða eitt af mestu átumeinum þingstjórnarinnar
í flestum löndum. Vegna þess að lögin eru oft samin í
ílaustri, þarf sífelt að breyta þeim eða jafnvel afnema
þau með öllu. Vér þurfum ekki að fara lengra en í Stjórn-
artíðindin íslensku, til þess að sjá, að á hverju þingi eru
samin fleiri og færri lög til þess að afnema eða breyta
lögum frá næstu þingum á undan. þetta er alt öðruvísi á
Englandi. þar er þingmönnum gert erfitt eða því nær
ókleyft, að koma frumvörpum gegn um þingið. Engiend-
ingar hafa þegar fyrir öldum síðan fundið það, að stjórnin
með allri þeirri þekkingu og reynslu, sem hún hefir, eða
getur auðveldlega aflað sér, stendur ólíkt betur að vígi
með að semja góð og skynsamleg frumvörp, heldur en
þingmenn, sem sjaldan hafa þekkingu eða tíma til þess að
athuga málin svo vel sem skyldi.
Allir þingmenn hafa að vísu að nafninu til rétt til að
flytja fnimvörp (nema um mál er mundi hafa í för með
sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð), en þingmannafrum-
vörp má aðeins taka til meðferðar á föstudögum, en þá
er fundi slitið fyr en aðra daga, og svo á þriðjudags- og
miðvikudagskvöldum eftir kl. 8^/2. þetta gildir þó aðeins
um veturinn fram að páskum. Eftir páska tekur stjómin
flesta þessa daga, og undir þinglokin þá alla, til þess að
láta ræða sín frumvörp. þareð flest mál eru afgreidd undir
þinglokin, má heita að loku sé fyrir það skotið, að þingr
mannafrumvörp nái fram að ganga. það hefir heldur ekki
skeð, síðan árið 1825, að mikilvægt frumvarp frá einstök-