Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 12
6
SAMVINNAN
numið þar nýjustu aðferðir við smjöriðnaðinn. Jafnframt
hafa leiðtogar K. E. undirbúið húsagerð fyrir mjólkurbú-
ið. Sláturhús félagsins er orðið of lítið, og á að endur-
byggja það á Oddeyrartanganum við hliðina á kælihúsinu.
En um leið og sláturtíð í haust er lokið, verður byrjað að
breyta gamla sláturhúsinu í mjólkurbú; þarf að breyta
húsinu til muna og síðan auka við nýjum byggingum.
Jafnhliða hefir verið unnið að stofnun mjólkurfélags
fyrir sveitir þær, sem sókn eiga að Akureyri. Hafa flestir
gengið í félagið nú þegar, en þó mun hringurinn væntan-
lega stækka síðar. í framtíðinni má gera ráð fyrir, að all-
ir bændur í Eyjafirði framan við Akureyri sendi þangað
mjólk frá búum sínum. Ennfremur á Svalbarðsströnd, í
Kræklingahlíð, Öxnadal, Hörgárdal, Árskógarströnd og
jafnvel úr Svarfaðardal, þegar akvegurinn nær þangað og
brú kemur á Svarfaðardalsá. Eyjafjörður allur er prýði-
leg sveit til túnræktar, og mjólkurframleiðsla hlýtur að
eiga þar mikla framtíð. Hinsvegar eru afréttir ekki sem
bestar við Eyjafjörð og standa Þingeyingar og Húnvetn-
ingar að því leyti mun betur að vígi um sauðfjárrækt en
Eyfirðingar og Skagfirðingar. En takist vel um samvinnu-
mjólkurbú á Akureyri, líður varla á löngu áður en annað
kemur álíka stórt á Sauðárkróki.
Nokkur freisting mun vera fyrir þá, sem eiga ræktar-
lönd við Akureyri eða í grendinni að ganga ekki nú þegar
í mjólkurbúið, en freista að njóta áfram markaðsins á
Akureyri. En það getur ekki orðið nema bráðabirgðarúr-
ræði. Mjólkurfélag Eyfirðinga ræður yfir mestallri mjólk
er í bæinn kemur og selur vitaskuld í bæinn jöfnum hönd-
um við þá, sem fram að þessu hafa haft einskonar einka-
sölu í bænum. Það mun þess vegna ekki líða á löngu, þar
til allir mjólkurframleiðendur í nálægð við Akureyri ganga
í félagið.