Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 92
86
S A M V I N N A N
Það sækir því þangað, sem auðveldara er að veita sér
þessi veraldargæði, en það er í fjölmenni kaupstaðalífs-
ins. Þama er önnur ástæðan fyrir burtstreymi unga
fólksins úr sveitini. Loks getur það komið fyrir, að bænd-
ur séu tilneyddir að hætta búskap og flýja sveitina, sök-
um þess að þeir fái ekki nauðsynlegan vinnukraft með
því kaupgjaldi, sem tekjurýr smábúskapur þeirra þolir.
Náttúrlega er það gott og blessað, að sjávarútvegur-
inn taki sem mestum framförum. Hitt er annað mál,
hvort það sé þjóðargæfa, að trúa mestmegnis eða ein-
göngu á sjávarútveginn, og stuðla til þess með öllu móti,
að svo skiftist málum, að landbúnaðurinn falli í rústir
og að sveitalífið eyðist í náinni framtíð. Munu margir
mæla, að það sé ekki holt, og hljóti þess vegna að
hefna sín átalcanlega, fyi* eða síðar. Hinsvegar er það lífs-
skoðun margra mjög mætra manna, að þungamiðja þjóð-
lífsins eigi að vera í sveitum landsins en ekki í kaupstöð-
unum. Þessari kenningu er þó aðallega haldið fram af
samvinnumönnum. Og eins og kunnugt er, er það Fram-
sóknarflokkurinn, sem hefir sett efst á sína stefnu-
skrá alhliða viðreisn landbúnaðarins og sveitalífsins.
Enginn stj órnmálaflokkur í þessu landi hefir nokkuru
sinni gert eins mikið til þess, í ræðu og riti, að vekja trú
manna og skilning á þörfum landbúnaðarins og kostum
sveitalífsins eins og Framsóknarflokkurinn. Og markmið
hans er, sem sagt, að vinna að því, að sem flestir geti bú-
ið í sveitum landsins, og að búseta fólks í sveitunum megi
verða því sem ánægjulegust og farsælust í alla staði. En
með hverju móti hugsar svo Framsóknarflokkurinn að
framkvæma þetta? Hann hygst að gera það með því, að
beina meira fjármagni til sveitanna og til þarfa landbún-
aðarins en verið hefir að undanfö»*nu. Hann hygst að gera
það á þann hátt, að vinna að því að sveitabændur geti
fengið ódýr og hagkvæm lán til stórum aukinnar ræktun-
ar og húsabóta. Einnig að búlausir menn geti fengið nauð-
synlegt fjánnagn til að stofna nýbýli í sveitum og rækta
þau. En á ræktuninni byggist fyrst og fremst framtíðar-