Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 100
94
S A M V I N N A N
ast til, að hver nemandi leggi í sjóð þenna 10 kr. í byrj-
un hvers skólaárs. Upphafsmaður þessarar sjóðmyndun-
ar var Ingólfur Gunnlaugsson frá Reynhólum í Vestur-
Húnavatnssýslu.
Síðan var samin skipulagsskrá fyrir sjóðinn, og birt-
ist hún hér á eftir, og sömuleiðis fyrsti reikningur sjóðs-
ins. Sökum þess, hve mál þetta var síðbúið í fyrravetui’,
var ekki hægt að láta það koma til reglulegra fram-
kvæmda á því ári. Ber því að skoða fé það, sem í sjóðinn
safnaðist, sem frjáls tillög. Er þess að vænta, að þetta
verði þörf og vinsæl stofnun, og mikill styrkur fyrir skól-
ann og nemendur hans í framtíðinni.
SKIPULAGSSKRÁ
fyrir
Nemandasjóð Samvinnuskó'lans.
1. gr. Sjóðurinn heitir „Nemandasjóður Samvinnu-
skólans“.
2. gr. Tilgangur sjóðsins er, að sjá nemendum skól-
ans fyrir hagkvæmum lánum, á meðan þeir eru í skól-
anum.
3. gr. Tekjur sjóðsins myndast með frjálsum sam-
skotum, og föstu árstillagi nemenda, eftir því sem reglu-
gerð skólans ákveður.
4. gr. Ekki skal byrja að veita lán úr sjóðnum fyl en
hann er orðinn 3000 kr. að upphæð.
5. gr. Skilyrði fyrir láni úr sjóðnum eru þessi:
a. að lánþegi hafi kynnt sig að reglusemi og dugnaði í
skólanum.
b. að lánþegi hafi 2ja manna ábyrgð, sem stjórn sjóðsins
tekur gilda.
c. að lánþegi hafi verið 1 vetur í skólanum.
6. gr. Nemendur úr 3ju deild gangi altaf fyrir lán-
veitingum úr sjóðnum, að öðru jöfnu.