Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 31
SAMVINNAN
25
Hv. Nd. hefir gengið inn á það í meðferð frv. frá hv.
þm. Norðmýlinga (H. Stef.), að rétt sé að fjölga býlum
eins og hægt er og að endurbæta byggingar á þeim jörð-
um, sem eru að leggjast í eyði vegna slæmra húsakynna,
og að rétt sé að veita lán úr ríkissjóði til þessara fram-
kvæmda. En þar sem menn óttast, að fjárhagurinn verði
ekki góður á næstu árum, vegna þeirrar kreppu, sem
hæstv. stjóm og flokkur hennar hefir nú leitt yfir land-
ið, er sérstök ástæða til þess að sjá ríkissjóði fyrir aukn-
um tekjum, um leið og nýir baggar eru lagðir honum á
herðar. Það er oft stærsti gallinn á gjöf Njarðar, að þeg-
ar þingið samþykkir einhver kostnaðarsöm lög, svo sem
berklavamalögin, að ekki er jafnframt séð fyrir tekjum
til þess að standast kostnaðinn, og því altaf hætta á, að
jafnvel góð lög verði afnumin, þegar fjárhagurinn breyt-
ist til hins verra.
Eg lít svo á, að á aðaltekjustofninn, hina almennu
tolla, sé þegar fullhlaðið, eða ekki líkur til, að þar verði
miklu á bætt. Ef við gerum samanburð — sem eg skal þó
ekki fara út í að sinni — á beinum og óbeinum sköttum
hér og hjá öðrum þjóðum, þá sést það, að við erum mestu
tollkóngamir. í Englandi hvíla á almenningi miklu minni
tollar en hér hlutfallslega, enda þótt ýmsar vörur, hinar
svokölluðu óhófsvömr, svo sem vín og tóbak, sjeu þar
hátt tollaðar nú, en margar vörur, sem við tollum hátt,
em lítt eða ekki tollaðar. Aftur á móti ná Englendingar
miklum tekjum með beinum sköttum, en þar eru svo rík-
ir menn, að samanburður við okkur getur varla komið til
greina. Samt eru beinu skattamir, tekju- og eignaskattar,
þyngri þar á hliðstæð efni en hjá okkur. Hér mun því
hægt að ná meiri tekjum en gert er, án þess að ganga
nærri skattþoli einstaklinganna. Til þess að fyrirbyggja,
að menn segðu, að hér væri um rán að ræða, og að hinn
nýi gróðaskattur yrði óbærilega ranglátur, hefi eg orðað
það svo í till., til leiðbeiningar fyrir nefndina, að þó
gengið yrði inn á þessa braut, þá væri ætlast til, að eigna-,
tekju- og gróðaskattur yrðu hlutfallslega aldrei hærri allir