Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 73
SAMVINNAN
67
að það nægir ekki að koma skipun á framleiðslu matvar-
anna einna, heldur verður einnig að tryggja sér umráð
yfir hráefnum þeim, sem iðnaðurinn þarfnast og koma
úr jörðu eða af gróðri jarðar. Einfalt dæmi skýrir þetta.
Ensku kaupfélögin selja ýmiskonar skófatnað fyrir eina
miljón sterlingspunda á ári. En hvernig standa þau að
vígi um það að hafa áhrif á verð þessarar vöru, er þau
verða að sækja hráefnið til leðurkaupmanna og sútara?
En jafnvel þótt félögin léti sjálf súta skinnin væri vand-
inn ekki að fullu leystur. Þá fyrst væri þessu máli
borgið, er félögin geta byrgt sig af húðum og skinnum af
sínum eigin skepnum. Til þess verða félögin að eiga jarð-
ir eða leigja ella. Fleiri dæmi mætti taka, en alt ber að
sama brunni. Til þess að geta haft fult vald yfir verð-
lagi, verða félögin að eiga land sjálf. Kalla má, að þessu
sé þó enn skamt á veg komið. Samt eru allmörg kaupfé-
lög á Englandi, sem hafa keypt eða leigt land til ræktun-
ar. Má til þess einkum nefna heildsöluna ensku (C. W. S.)
í Manchester. Auk landeigna sinna heima fyrir á Eng-
landi á hún nú einnig- teekrur miklar á Indlandi og Ceylon,
sem fullnægja að mestu teþörf sambandsfélaganna. Þeim
félögum fjölgar óðum á Englandi, sem kaupa land og
yrkja.
Sitthvað mætti segja um árangurinn af þessari starf-
semi félaganna, og það er víst, að hún hefir gengið tals-
vert skrykkjótt, enda má kalla, að hún sé enn á byrjunar-
stig*. Á þeim 5,800 hekturum lands, sem C. W. S. lét
yrkja árið 1916, græddist til jafnaðar tæp 3000 sterlings-
pund, en það nam tæplega 1% af höfuðstólnum. Síðar
hefir gengið betur. En þess ber vandlega að gæta, að ekki
má líta um of á jafnaðar niðurstöður þar sem ræða er
um byrjunarstarfsemi, slíka sem þessa. Eitt dæmi, sem
sýnir að fyrirtækið gengur að óskum, gerir meira en að
vega upp á móti mörgum ósigrum. Þess er t. d. að vænta,
að kaupfélögum, sem mynduð eru af samtökum borgar-
búa, skrifstofumanna og verkalýðs, láti miður vel að reka
búskap í fyrstu. En þrátt fyrir alt hafa ýmsar búskapar-
5*