Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 14
8
SAMVINNAN
ir og hefir altaf tap í för með sér fyrir þjóðfélagið í heild
sinni. Besta skipulagið er, að hvert flutningatæki sé að-
eins notað innan sinna sjálfsögðu takmarka, en að sem
best samvinna sé milli þeirra allra. Með því móti verður
best náð því takmarki, að þau verði almenningi hentug
og ódýr.
Þegar bílarnir komu fyrst. til sögunnar, tóku þeir
auðvitað flutning frá öðrum samgöngutækjum, því að oft-
ast leið nokkur tími, þar til þeir höfðu aukið flutninga-
þörfina. Hestvagnarnir urðu fyrst undir í samkepninni, og
nú eru þeir næstum horfnir af vegum erlendis. í Banda-
ríkjununum eru aðeins 2°/0 allra þeirra vagna, sem um
vegina fara, hestvagnar. Jafnframt hafa bílarnir háð sam-
kepni við járnbrautirnar og all-víða tekið töluverða flutn-
inga frá skipum þeim, sem ganga á fljótum og vötnum.
Bílarnir hafa nú verið notaðir svo lengi, að sú
reynsla, sem fengin er, spáir miklu um framtíð þeirra i
samanburð við framtíð járnbrautanna. Margir sérfræðing-
ar erlendis hafa haft þetta mál til meðferðar og komist
að þýðingarmiklum niðurstöðum, sem bregða að nokkru
leyti ljósi yfir, hvert sé hið rétta verksvið bíla og járn-
brauta, hvorra í sínu lagi. Mun verkaskifting milli þeirra
verða að fara eftir flutningsþörfinni, tegund flutningsins
og staðháttum í hverju einstöku landi eða héraði. Samt
verður ekki ^sagt, að endanleg niðurstaða sé fengin. Er
sennilegt, að enn líði nokkur ár, þangað til reynslan gef-
ur fullnaðarsvar í þessu efni.
Sjálfsagt er þó fyrir þá, sem berjast fyrir bættum
samgöngum, að kynna’sér reynslu og rannsóknir síðustu
ára um þetta mál. Og þar sem töluverður áhugi virðist
vera heima á íslandi fyrir lagning járnbrautar frá Reykja-
vík austur yfir Hellisheiði, er sérstök ástæða fyrir íslend-
inga að athuga vel þessi efni. Með bygging járnbraut-
ar er í mikið ráðist fyrir fjárhag fámennrar þjóðar. Má
því að engu hrapa, þegar endanleg ákvörðun er tekin.
Járnbrautarmálið var borið fram á Alþingi í þriðja
sinn síðastliðinn vetur. Nokkur hluti þingmanna mun hafa