Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 101
7. gr. Upphæð lánanna má ekki fara fram yfir 2/3
hluta námskostnaðar nemanda yfir veturinn. í umsókn
skal altaf vera tiltekin upphæð sú, sem um er beðið.
8. gr. Lán skal ekki veitt lengur en til 5 ára, rentu-
og afborgunarlaust fyrsta árið, en eftir það borgist það
á 4 árum með jöfnum afborgunum, og sömu rentu og inn-
lánsvextir í bönkum eru.
9. gr. Ef lánþegi missir heilsu á greiðslutíma lánsins,
fellur renta og afborgun alveg niður þann tíma, sem
heilsuleysi hans varir. Til þess að lánþegi fái þessu fram-
gengt, verður hann að senda stjórn sjóðsins læknisvottorð
um það, að heilsa hans sé biluð.
10. gr. Ef lánþegi deyr áður en lánið er að fullu
greitt, er stjórn sjóðsins í sjálfsvald sett, hvort hún inn-
heimtir það eða ekki.
11. gr. Ef sjóðurinn verður einhverntíma svo stór, að
hann geri meira en að fullnægja aðaltilgangi sínum, þá er
stjóm sjóðsins heimilt að verja alt að 2/3 hlutum tekna
hans til styrktar bókasafni skólans.
12. gr. Stjóm sjóðsins skipi skólastjóri, ásamt 2 með-
stjórnendum, sem nemendur kjósi til 1 árs í senn. Störf
hennar eru að sjá um lánveitingar, annast innheimtu og
birta reikninga sjóðsins með skólaskýrslunni ár hvert.
13. gi'. Sjóðinn skal ávaxta í Landsbanka íslands.
14. gr. Ef sjóðsins verður ekki þörf til útlána handa
nemendum skólans, þá skal verja vöxtum hans til útgáfu
rita um félagsfræðileg efni.
Reykjavík, 16. febr. 1927.
Filippus M. Gunnlaugsson. Sig. Pétursson.
Ingólfur Gunnlaugsson.