Samvinnan - 01.03.1928, Síða 91

Samvinnan - 01.03.1928, Síða 91
S A M V I N N A N 85 hefir yfirleitt miklu meiri andleg og líkamleg þroskunar- skilyrði í sér fólgin heldur en hin einhliða starfsemi kaup- staðalífsins. Jeg ætla nú aðeins að minnast ögn á tildrög fólks- flutningsins úr sveitunum til kaupstaðanna. Og kemst eg þá strax að þeirri niðurstöðu, að aðalorsökin liggi í hin- um mikla vexti sjávarútvegsins 25—30 síðustu árin. Má svo að orði kveða, að hann sé nú rekinn með hinum full- komnustu nýtískutækjum. Enda hefir um langt skeið ekkert verið tilsparað, til að rétta honum hjálparhönd. Er svo að sjá, eins og fjármálamenn vorir og lánsstofn- anir hafi einskonar tröllatrú á sjávarútveginum. Og starfsfé bankanna hefir að mjög miklu leyti gengið til lána í útveginn. Hinsvegar verður því ekki neitað, að landbúnaðurinn hafi verið sannkölluð hornreka hjá fjár- málamönnum vorum og lánsstofnunum að undanförnu. Telja svo kunnugir menn, að landbúnaðurinn hafi t. d. ekki yfir 15—18% af veltufé beggja bankanna. Enda hafa sveitirnar að mestu farið varhluta af útlánum þeirra. Bændur hafa ekki fengið nauðsynlegt fjáiTnagn til þess að umbæta jarðir sínar, hvorki hvað jarðrækt snertir eða húsabætur. Þeir einir sveitabændur hafa því getað umbætt jarðir sínar, svo nokkru nemi, sem sjálfir hafa verið efnaðir menn. Hinir, og það er allur fjöldinn, hafa orðið að sætta sig við það hlutskifti, að búa sem mest á óræktuðu landi og við léleg húsakynni, að öðru leyti en því, sem þeir af sjálfsdáðum hafa orkað að laga til hjá sér. Af þessu leiðir svo oft það, að ungu mennimir í sveitinni fá ótrú á landbúnaðinum. Þeir örvænta um, að sveitalífið geti orðið þeim framtíðarvegur, og þeim finst að þá sé réttara að leita gæfunnar á öðrum stöðum, t. d. í Reykjavík, þar sem lífsskilyrðin, í fljótu bragði og að órannsökuðu máli, virðast vera aðgengilegri og betri. Sökum fólksíæðar í mörgum sveitum, er þar fremur fátt um félagslíf og skemtanir. Unga fólkið, sem nú á tímum gerir meiri kröfur til lífsins en áður þektist, svo í þessu efni sem öðrum, þolir illa glaðværðarleysið og deyfðina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.