Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 51
SAMVINNAN
45
fræðsla í bundnu máli en skáldskapur. En sú verður nið-
urstaðan, að búskapurinn sé öruggari og vænlegri til
heilla en aðrir atvinnuvegir. Sveitalífið á að geta verið
óþrjótandi brunnur ánægju. Bóndinn hyggur að því:
„hvemig að vetrarhúmin svört
helst fengi jeg að sumri gjört“.
Til þess hefir hann lið gleðskapar og góðra bóka. Eggert
bendir á, að ísland sé laust við ýmsa þá annmarka, er er-
lendum þjóðum sé mein að, „þymar hér ei né þistlar
fást“, segir hann, og kemur þar fram sem víðar trú hans
á landið.
En landbúnaðinum má fleira færa til lofs, en það að
hann skapi góð lífsskilyrði og ánægju. Starf bóndans er
göfugra en flestra annara stétta. Hann vinnur ekki ein-
göngu fyrir sjálfan sig. Hann býr í haginn fyrir kom-
andi kynslóðir með því að nema og rækta nýtt land og
skapa þanig varanlegt verðmæti.
Fyrir mig einn eg ekki byggi
afspring heldur og sveitungenn.
Eftir mig vil eg verkin liggi.
Við dæmin örfast seinni menn.
Eg brúa, girði, götu ryð
grönnunum til þess veiti lið.
Atorkumanninum, honum, sem alla æfi hefir unnið
ósleitilega að því að bæta land sitt og aldrei hefir hlíft
sér, leggur hann þessi orð í munn:
„og þó eg deyi þreyttur, lúinn
þá fæ eg nóg að hvíla mig“.
Það er hinn eirðarlausi andi Eggerts sjálfs, sem hér
kemur fram, sá andi, sem ekkert athafnaleysi, enga kyr-
stöðu þolir í heimi hér. — Undir kvæðislok lýsir hann
þeim, sem aldrei hefir hafist handa, svo að gagn yrði að,
þeim, sem hefir helgað líf sitt eyðileggingunni, verið
þrándur í götu framfaranna, aldrei stutt gott málefni,
dregið þjóð sína aftur á bak. Árangri slíkrar æfi lýsir
hann í þessu erindi: