Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 30
Byggingar-
og* landnámssjöður.
Tvær ræður
1. landskjörins þm., Jónasar Jónssonar,
í sameinuðu þingi, 13. maí 1927, um tillögu til þingsályktunar
um byggingar- og landsnámssjóð.
I.
Þessi till. kom fram snemma á þinginu, en með því
að mál í líkri mynd hefir verið til meðferðar mestan þing-
tímann í Nd., þótti mjer ekki ástæða til að taka þessa
till. til umr. fyr en útsjeð væri um afdrif frv. þess, sem
lá fyrir hv. Nd. Það frv. komst til nefndar, en náði ekki
samþykki deildarinnar. Mun það hafa vakað fyrir hv. Nd.,
að það þyrfti að rannsaka mál þetta ítarlegar í milliþinga-
nefnd. Það sem því gerst hefir í málinu í hv. Nd., er ekki
annað en það, að deildin hefir sýnt samúð með hugmynd-
inni, en það er ekki vitað, hvað alt þingið vill gera í mál-
inu. Því gefst nú tækifæri til að sýna það með orðum og
atkvgr., hvernig menn standa að vissum atriðum þessa
máls.
Það er sýnt, að hæstv. stjórn hefir ekki ástæðu til
að undirbúa svona mál, en eftir að milliþinganefndin er
skipuð, á hún að gera till. um það, og er mikils vert fyrir
hana að vita, eftir hvaða línum þingið vill að hún fari.
Það eru aðallega þrjú atriði, sem mestu skifta, hvort
þingið felst á. Þau atriði eru ekki bundin hvort við ann-
að, og þingið vill ef til vill mæla með einu þeirra, þótt
það geti ekki fallist á hin. Eg hefi því hugsað mjer að
athuga þessi atriði dálítið nánar.