Samvinnan - 01.03.1928, Page 13
Bílar og* járnbrantir.
Jón Gunnarsson höf
þessarar greinar er ungnr Hún-
vetningur, sem vinnur á vega-
málaskrifstofu i Bandaríkjunum
Hann gekk *fyrst i Samvinnu-
skólann, stundaði síðan nám í
vegagerðaskóla i Oslo i þrjú ár
og lauk þar prófi með besta
vitnisburði, Eftir það fór Jón
til Amerikn til að kynnast
síðustu nýjungum i vegagerð
þar. Hann mun hafa i hyggju
að koma heim, þegar tækifæri
býðst. J. J.
Á undanförnum árum hefir kepni bíla og járnbrauta
vakið mikla eftirtekt bjá öllum menningarþjóðum. Bílarnir
eru ung flutningatæki, sem á stuttum tíma hafa rutt sér
óðfluga til rúms í flestum löndum. Vandinn hefir verið sá,
að finna hið rétta verkefni þeirra. Eitt flutningstæki get-
ur gefist vel, þegar um sérstaka staðhætti er að ræða, þó
að annað eigi betur við, þegar skilyrði breytast. Þetta
þarf athugunar og er varhugavert að fela samkepninni
einni að skera úr. Blind samkepni milli flutningatækja
getur raunar skapað óeðlilega lágan flutningskostnað í bili,
en það er aðeins um stundarsakir, villir notendunum sjón-