Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 21
SAMVINNAN
15
una til móttakanda. Sama varan ei' því umfermd mörg-
um sinnum á leiðinni milli sendanda og móttakanda. Væru
aftur á móti vörur þessar fiuttar í bíl, inundu þær vera
teknar við húsdyr sendanda og ekið beint til móttöku-
staðarins. Með því væri sneitt hjá allri þeirri umferrn-
ingu og óþarfa flutningi, sem fylgir járnbrautarstöðvun-
um. Nú er flutningskostnaður pr. tonn-km. raunar hærri
með bílum en járnbrautum. En það er augljóst, að til
hlýtur að vera sú vegalengd, þar sem farmgjald með bíl
er j a f n t farmgjaldi með járnbraut, að viðbættum þeim
aukakostnaði, sem leiðir af aukaflutningi til járnbrautar-
stöðva og frá og fyrirhöfn þar. Innan þessarar vega-
lengdar veitir bílunum betur í samkepninni, en sé um
meiri vegaleng að ræða, hafa járnbrautirnar yfirhöndina.
Það er þessi merkjalína milli bíla og járnbrauta, sem
nauðsynlegt er að flnna í hvert sinn, sem álykta þarf,
hvort sé heppilegra. En hún breytist eftir tegund flutn-
ingsins og staðháttum.
Rannsóknin í Connecticut sýnir, að mikill meiri hluti
þeirra vörusendinga, sem minni eru en heil járnbrautar-
vagnhlöss, eru fluttar með bílum/ef vegalengdin fer ekki
fram úr 100 km. Alíka athuganir og hér hefir verið skýrt
frá, hat'a verið gerðar í Californíu, Main, og í Cook-fylk-
inu í Illinois og þar heflr verið komist, að svipuðum nið-
urstöðum.
Næstum öll mjólk sú, sem fer til borganna, er flutt í
bílum, þó ekki til New-York og Chicago. Til mjólkur-
flutninganna eru sumstaðar notaðir bílar með stórum gler-
geymum, sem mjólkin er látin í, og eru þeir svo losaðir á
móttökustöðvunum með sérstökum útbúnaði. í Coi.necticut
er mikill hluti allra landbúnaðarafurða fluttur i
bílum. Og þegar um er að ræða vörur, sem hætt er við
skemdum, þ. e. kjöt o. fl. sem þarf að komast nýtt á
markaðinn, eru bílarnir næstum eingöngu notaðir. Svo er
það alstaðar í Bandaríkjunum.
Af reynslu þeirri, sem Bandaríkjamenn liafa þegar
fengið, virðist mega draga eftirfarandi ályktanir: