Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 32
26
S A M V I N N A N
til samans hjer en í Englandi. Þetta er til að sýna öllum,
sem um málið hugsa, að hér er aðeins gert ráð fyrir, að
þyngdur sé skattur á gróðamönnum og gróðafyrirtækjum,
innan skynsamlegra takmarka, og er það ekki ósann-
gjarnt. Eg sá ekki annan mælikvarða eðlilegri til að fara
eftir heldur en þann, sem þroskuð og nokkuð íhaldssöm
þjóð, eins og Bretar, hafa sett sér að fara eftir, og ekki
ættu íhaldsmenn hér að telja það hættulegt að fylgja for-
dæmi þeirra.
Ef þetta verður þymir í augum einhverra hv. þm.,
þá ber það vott um, að þeir gera ekki ráð fyrir, að land-
ið leggi fram fé til framkvæmda landnáminu, nema með
því að þyngja almenna skatta, en það er hvorki réttlátt
né hyggilegt, eins og nú er málum komið.
Annar liðurinn lýtur að þvi, að beina því til milli-
þinganefndarinnar að gæta þess, að lánskjörin úr þess-
um sjóði verði það hagstæð, að kleift verði fyrir reglu-
saman og duglegan mann, sem getur lítið lagt fram nema
sína eigin vinnu, að rísa undir byrjunarkostnaðinum. Eg
segi þetta af því, að einn maður í Nd., hv. 3. þm. Reykv.
(J.Ól.), sem bar fram breytingartill. við frv. um landnáms-
sjóðinn, um það, að hækka tillagið úr ríkissjóði, og hefir
auðsjáanlega gert það af góðum hug við málið, hefir einn-
ið gert till. um lánskjör, sem í sjálfu sér eru mjög góð,
miðað við lánskjör þau, sem nú fást til ræktunar, en sem
eg hygg þó, að ástæða sé til að óttast að verði drápsbaggi
fyrir fátæka landnema, sem taka land til ræktunar og
þurfa að koma upp húsum, girðingum o. fl. Eg er mjög
hræddur um, að það kunni að verða ókleift fyrir einyrkja
að borga 400 kr. í vexti, fyrir utan afborgun, af 10 þús.
kr. láni. Eg ætla þó ekki að fara nánar út í þetta, en
hefi orðað það alment, til þess að sýna, að-tilgangurinn er
að skapa landnemunum heilbrigð lífskjör.
I Noregi, þar sem mikið hefir verið gert til þess að
fjölga býlum og þar sem lánskjörin eru ágæt, hafa í vet-
ur, er afleiðingar gengishækkunarinnar tóku að sverfa
að atvinnuvegunum, flosnað upp margir nýbyggjar. Þeir