Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 43
SAMVINNAN
37
maður til þess að taka þátt 1 skráveifum þeim, er skóla-
piltar gerðu kennurum sínum löngum í þá dag-a. En ýms-
ar slíkar sagnir eru til um Bjama Pálsson félaga hans,
er um sama leyti stundaði nám í Hólaskóla.
Árið 1746 siglir Eggert til háskólans 1 Höfn. Hann
kemur þangað sem alvörugefinn sveitapiltur frá af-
skektasta landi álfunnar. En hann er enginn álfur úr
hól skroppinn. 1 heimahúsum hefir hann komist í kynni
við hið besta í menningu þjóðar sinnar. Og hjá frænda
sínum, Guðmundi sýslumanni, hefir hann lært að veita
viðtöku því ágæti, sem erlendar þjóðir höfðu að bjóða.
Og það gjörði hann.
1 kvæðum þeim, er Eggert orkti á fyrstu háskólaárum
sínum gætir glögglega áhrifa, er hið fjölbreytta, auðuga
höfuðstaðarlíf hefir haft á hann. Hann er hrifinn af hinni
stóru borg með öllum sínum æfintýrum. En því ber að
gefa gaum, að eigi er hann riðinn við slark það og ó-
reglu, sem mjög bar á um þær mundir meðal íslenskra
stúdenta. Sennilega hefir háttsemi þeirra orðið til þess
að vekja enn meir en ella hefði orðið, athygli hans á því,
sem ábótavant var í fari íslendinga. Háskólanám var á
dögum Eggerts eigi svo skorðað við einstakar fræðigrein-
ir sem það er nú. En mesta stund lagði hann á náttúru-
fræði og málfræði. Samdi hann ritgerðir um hvorttveggja
á háskólaárum sínum.
Fyrsta bók Eggerts kom út í Kaupmannahöfn 1749.
Hún er jarðsaga og og náttúrulýsing íslands. Framhald
þessarar bókar kom út 2 árum síðar og fjallaði um hjá-
trú og misskilning á fyrirbrigðum náttúrunnar. Með
þessu riti hefst sá hluti af æfistarfi Eggerts, er hann
helgaði náttúrufræðinni. Það var annað en gaman að
semja slíkt rit sem þetta úti í Danmörku og það fyrir
mann, sem skorti persónulega þekkingu á efninu, hafði
eigi ferðast um landið svo nokkuru næmi. En aðferð Egg-
erts er sú, að afla sér upplýsinga um einstök héruð frá
mönnum víðsvegar af landinu. Skrifaði hann allmörg
bréf með fyrirspumum í því skyni. Með bók þessari brýt-