Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 41
SAMVINNAN 35 Hvað veit íslenska þjóðin um Eggert Ólafsson? Ef til vill það, að hann fæddist vestur í Breiðafjarðareyjum 7. des. 1726, að hann var náttúrufræðingur og ferðalang- ur mikill, að hann hefir orkt kvæði það, er nefnist Bún- aðarbálkur, að hann druknaði í Breiðafirði og að í skóla- ljóðunum er kvæði um þann atburð. Þjóðinni hefir og hlotnast að vera vottur þess, að hinir andlausustu allra andlausra telja sér skylt að minn- ast hans með fjálgleik, að Reykvíkingar stofnuðu til skrúðgöngu á 200 ára afmæli hans og skemtu sér ágæt- lega og að blöðin þau, sem best þekkja „taktinn“ í hugs- unarhætti nútímans, prentuðu nafn hans með feitu letri á fremstu síðu. Þess er fyr getið, að tíminn hafi máð burtu persónu- einkenni margra stórmenna og að þau lifðu nú sem kynja- myndir í þoku þjóðsagnanna. Svo er eigi um E. Ó. Um hann eru til svo rækilegar heimildir, að nútímamönnum er innan handar að kynnast skapfari hans og hæfileikum. Það er af því að E. Ó. var rithöfundur og skáld og rit hans hafa geymst. Verður vikið að þeim síðar. í þessu sambandi þykir rétt að benda á nýútkomna bók um E. Ó. eftir Vilhjálm Þ. Gíslason cand. mag. Er þar að finna mikinn fróðleik um E. Ó., dreginn saman úr ritum hans sjálfs og samtíðarmanna hans. Er vel, að þá bók lesi þeir er kynnast vilja þessu efni nánar en kostur verður á við lestur greinar þessarar. Nú skal stuttlega gerð grein fyrir uppruna Eggerts, mentun og æfistarfi, en í síðari hluta greinarinnar verð- ur sýnt hvert erindi lífsskoðun hans og stefna á til nú- tímamanna. Eggert var af góðu bergi brotinn. Faðir hans, Ólafur bóndi Gunnlaugsson í Svefneyjum, var gáfu- og kjark- maður, fróðleiksfús og hinn mesti mentavinur. Hefir hon- um auðsjáanlega verið ant um að menta börn sín, því sonu sína fjóra sendi hann til háskólans í Kaupmanna- höfn. Urðu þeir bræður Eggerts, Jón og Magnús, merkir menn. Jón lagði stund á málfræði og hefir ritað um það 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.