Samvinnan - 01.03.1928, Qupperneq 41
SAMVINNAN
35
Hvað veit íslenska þjóðin um Eggert Ólafsson? Ef
til vill það, að hann fæddist vestur í Breiðafjarðareyjum
7. des. 1726, að hann var náttúrufræðingur og ferðalang-
ur mikill, að hann hefir orkt kvæði það, er nefnist Bún-
aðarbálkur, að hann druknaði í Breiðafirði og að í skóla-
ljóðunum er kvæði um þann atburð.
Þjóðinni hefir og hlotnast að vera vottur þess, að
hinir andlausustu allra andlausra telja sér skylt að minn-
ast hans með fjálgleik, að Reykvíkingar stofnuðu til
skrúðgöngu á 200 ára afmæli hans og skemtu sér ágæt-
lega og að blöðin þau, sem best þekkja „taktinn“ í hugs-
unarhætti nútímans, prentuðu nafn hans með feitu letri
á fremstu síðu.
Þess er fyr getið, að tíminn hafi máð burtu persónu-
einkenni margra stórmenna og að þau lifðu nú sem kynja-
myndir í þoku þjóðsagnanna. Svo er eigi um E. Ó. Um
hann eru til svo rækilegar heimildir, að nútímamönnum
er innan handar að kynnast skapfari hans og hæfileikum.
Það er af því að E. Ó. var rithöfundur og skáld og rit
hans hafa geymst. Verður vikið að þeim síðar. í þessu
sambandi þykir rétt að benda á nýútkomna bók um E. Ó.
eftir Vilhjálm Þ. Gíslason cand. mag. Er þar að finna
mikinn fróðleik um E. Ó., dreginn saman úr ritum hans
sjálfs og samtíðarmanna hans. Er vel, að þá bók lesi þeir
er kynnast vilja þessu efni nánar en kostur verður á við
lestur greinar þessarar.
Nú skal stuttlega gerð grein fyrir uppruna Eggerts,
mentun og æfistarfi, en í síðari hluta greinarinnar verð-
ur sýnt hvert erindi lífsskoðun hans og stefna á til nú-
tímamanna.
Eggert var af góðu bergi brotinn. Faðir hans, Ólafur
bóndi Gunnlaugsson í Svefneyjum, var gáfu- og kjark-
maður, fróðleiksfús og hinn mesti mentavinur. Hefir hon-
um auðsjáanlega verið ant um að menta börn sín, því
sonu sína fjóra sendi hann til háskólans í Kaupmanna-
höfn. Urðu þeir bræður Eggerts, Jón og Magnús, merkir
menn. Jón lagði stund á málfræði og hefir ritað um það
3*