Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 37
SAMVINNAN
31
gæta þess, að þó að við séum fátækir og smáir, þá erum
við lausir við stærsta útgjaldaliðinn, sem aðrar þjóðir
hafa, útgjöldin til hermálanna. Við erum því betur stadd-
ir að þessu leyti. Eg hefi orðað tillöguna þannig, að hægt
væri að miða þessa skatta við sambærilega skatta hjá
Englendingum. En hæstv. forsætisráðh. hefir ekki viður-
kent, að skattstiginn er sífelt á hreyfingu hjá Englend-
ingum. Ef miðað hefði verið við ástandið í Englandi, þá
hefði hæstv. ráðh. fyrir fáeinum árum orðið að borga um
80% skatt af eignum og tekjum. Eg vil ekki að svo
komnu leggja til, að hér séu hærri gjöld á hátekjunum
en í Englandi. Það er og eitt grundvallaratriði í þessu
máli, að fá betra eftirlit með framtalinu. Hér eru mörg
fyrirtæki, sem komast langt upp fyrir þær tekjur, sem
hæstv. forsætisráðh. talaði um. Það er t. d. fullyrt af
kunnugum mönnum, að óskabarn stjórnarinnar, Krossa-
nesverksmiðjan, hafi haft yfir eina miljón króna í hrein-
ar tekjur eitt árið. Það er því algerlega villandi, er hæstv.
ráðherra vill láta líta svo út sem hér sé aldrei nema um
smátekjur að ræða.
Þá sagði hæstv. forsætisráðh., að allur grundvöllur
væri hruninn undan tillögunni, ef ekki væri gengið inn á
gróðaskatt. Þessu verð eg að mótmæla. Tillagan er í þrem
liðum og þeir eru allir sjálfstæðir. Það er hægt að sam-
þykkja síðari liðina, þótt hinn fyrsti verði feldur. Hæstv.
forsætisráðh. óttast, að það verði lagt meira á hátekju-
mennina með þessu móti, og því vill hann ekkert við
þessar framkvæmdir eiga. En þar sem fátækir menn á
Islandi borga með tollunum tiltölulega miklu meira til
landssjóðs heldur en fátækir menn á Englandi, sýnist
sanngjarnt, að efnamenn landsins beri hlutfallslega jafn-
þungar byrðar eins og efnamenn á Englandi. Ef það er
nú svo, að hæstv. ráðh. vill hafa tiltölulega miklu þyngri
skatta á fátæklingunum, en léttari á stóreignamönnunum,
þá virðist svo sem hann sé á móti þessu máli af tveimur
mjög svo óviðurkvæmilegum ástæðum. í fyrsta lagi vill
hann ekki unna þjóðinni þeirrar blessunar, sem leiðir af