Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 47
SAMVINNAN
41
Á ferðum sínum gafst honum færi á að kynnast fari al-
mennings, mentun, atvinnuvegum og allri háttsemi. Jafn-
framt rannsakaði hann lífsskilyrði þau, er landið býður
bömum sínum. Hann átti því traustari grundvöll en flest-
ir aðrir til að byggja á þj óðmálaskoðanir sínar. Við
reynslu og glögga dómgreind bættist það, að hann var
skáld og hugsjónamaður. Það þjóðlíf, sem hann vildi
skapa á íslandi var því ekki eingöngu miðað við nytsemi.
Þar var fegurðinni ætlað veglegt sæti. Því vildi hann fá
þjóðinni þau störf í hendur, er best skilyrði veittu til
andlegrar þroskunar.
Tvent sannfærðist Eggert m. a. um á ferðum sínum.
Annað var það, að ísland væri miklu betra land og byggi-
legra en talið hafði verið, hitt, að þjóðin kynni lítt að
hagnýta sér gæði þess. Sem ættjarðarvinur fyltist hann
sárri gremju yfir ýkjusögnum þeim, er breiddar höfðu
verið út um íslensku þjóðina, enda voru þær herfilegar. I
erlendum ritum, er út höfðu komið fyrir daga Eggerts,
segir um íslendinga, að þeir séu óþrifnir og saurlífir, búi
í jarðhúsum, lifi mest á úldnum fiski og hafi eigi önnur
húsdýr en rófuskelta loðhunda. Jafnframt er þess getið,
að þeir séu allmiklir fyrir sér og verði oft 100—200 ára
gamlir. Meðal annara voru það erlendu kaupmennimir,
sem launuðu íslendingum fóstrið með söguburði þessum.
Það sá Eggert og kvað í reiði sinni:
„Þó að margur upp og aftur
Island níði búðarraftur
meira má en kvikinds kjaftur
kraftur guðs og sannleikans“.
Enn sárar tók hann rógmælgin, er hann vissi, að hún
var eigi ástæðulaus með öllu. Og hann einsetti sér að
leysa úr læðingi þann forna kraft, er með þjóðinni leynd-
ist, endurreisn tungunnar og bókmentimar, skapa nýja
menningu og nýja þjóð.
Til þess að gjörast forgöngumaður er það jafnan
fyrsta skilyrðið að treysta á mátt og gildi þess, sem
unnið er fyrir. Vonleysi og ótrú á framtíðarmöguleikum