Samvinnan - 01.03.1928, Page 14

Samvinnan - 01.03.1928, Page 14
8 SAMVINNAN ir og hefir altaf tap í för með sér fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Besta skipulagið er, að hvert flutningatæki sé að- eins notað innan sinna sjálfsögðu takmarka, en að sem best samvinna sé milli þeirra allra. Með því móti verður best náð því takmarki, að þau verði almenningi hentug og ódýr. Þegar bílarnir komu fyrst. til sögunnar, tóku þeir auðvitað flutning frá öðrum samgöngutækjum, því að oft- ast leið nokkur tími, þar til þeir höfðu aukið flutninga- þörfina. Hestvagnarnir urðu fyrst undir í samkepninni, og nú eru þeir næstum horfnir af vegum erlendis. í Banda- ríkjununum eru aðeins 2°/0 allra þeirra vagna, sem um vegina fara, hestvagnar. Jafnframt hafa bílarnir háð sam- kepni við járnbrautirnar og all-víða tekið töluverða flutn- inga frá skipum þeim, sem ganga á fljótum og vötnum. Bílarnir hafa nú verið notaðir svo lengi, að sú reynsla, sem fengin er, spáir miklu um framtíð þeirra i samanburð við framtíð járnbrautanna. Margir sérfræðing- ar erlendis hafa haft þetta mál til meðferðar og komist að þýðingarmiklum niðurstöðum, sem bregða að nokkru leyti ljósi yfir, hvert sé hið rétta verksvið bíla og járn- brauta, hvorra í sínu lagi. Mun verkaskifting milli þeirra verða að fara eftir flutningsþörfinni, tegund flutningsins og staðháttum í hverju einstöku landi eða héraði. Samt verður ekki ^sagt, að endanleg niðurstaða sé fengin. Er sennilegt, að enn líði nokkur ár, þangað til reynslan gef- ur fullnaðarsvar í þessu efni. Sjálfsagt er þó fyrir þá, sem berjast fyrir bættum samgöngum, að kynna’sér reynslu og rannsóknir síðustu ára um þetta mál. Og þar sem töluverður áhugi virðist vera heima á íslandi fyrir lagning járnbrautar frá Reykja- vík austur yfir Hellisheiði, er sérstök ástæða fyrir íslend- inga að athuga vel þessi efni. Með bygging járnbraut- ar er í mikið ráðist fyrir fjárhag fámennrar þjóðar. Má því að engu hrapa, þegar endanleg ákvörðun er tekin. Járnbrautarmálið var borið fram á Alþingi í þriðja sinn síðastliðinn vetur. Nokkur hluti þingmanna mun hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.