Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 10
í allan mat
við öll tækif æri!
raunar eðlilegri) tilhneigingu
byggingameistara til sundur-
gerðar í útliti bygginga, sem
gerir þær dýrari en vera þarf.
4. Um skólamótun og
kennsluhætti mundi vera
hyggilegast fyrir ómenntaðan
alþýðumann að segja sem
fæst, enda er ekki ætlunin með
þessum línum að leysa vanda
né varða leiðir í uppeldis- og
skólamálum, heldur aðeins að
eggja þá og hvetja, sem sýni-
lega hafa umbótavilja og búa
auk þess yfir þekkingu og
reynslu, er leitt getur til já-
kvæðs árangurs.
Skylda okkar, sem erum að-
eins áhorfendur, er að örva þá
og hvetja, er í stríðinu standa.
Baráttuvilji þeirra má ekki
dvína, raddir þeirra mega ekki
kafna í þögn og sinnuleysi al-
mennings.
Það verður langur og þreyt-
andi róður að breyta skólakerf-
inu og leiða það til æskilegs
árangurs fyrir þjóð og einstak-
linga. En þetta verður að ger-
ast, ef íslendingar eiga ekki
að verða nokkur dreifð og að-
skilin grjón í einhverjum al-
þjóðavellingi. Þrátt fyrir allt
held ég að flestir íslendingar
vilji að íslenzk menning sé sér-
stakur réttur borinn á hið
sameiginlega matborð heims-
menningarinnar.
Það er vitanlega ekki hlut-
verk þessara lína að leggja
fræðilegt lóð á vogarskál upp-
eldismála. En ekki þarf sér-
fróða menn til að átta sig á
nokkrum útlínum þeirra.
Uppspretta mannlegrar getu
er viljinn. Mikill árangur náms
fæst því aðeins að nemandinn
leggi sig fram, vilji nema. Á
Pramhald á bls. 63.
1/71/a
Vivan er ódýrasti 5 manna
fjölskyldubíllinn frá Bretlandi.
Bílar á lager og á leiðinni
Talið við okkur sem fyrst.
VAUXHALL- BEDFORD UMBOÐIÐ
Ármúla 39 sími 38 900.
6