Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 61
Enginn maður nær til yfirguðlsins (Guðs) beint, því að enginn kemst til hans nema í gegnum Jesúm Krist. Fyrst með trú á Krist, soninn, geta menn öðl- azt náð fyrir Guði, föðurnum. Koma Krists á jörðu merkir, að Guð sendi hann til að losa menn við erfða- syndina (með því að öðlast trú á Krist) og veita þeim þannig lausn frá eilífri pínu. „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Menn verða ekki aðeins að trúa á orð Krists skilyrðislaust, heldur sem mikil- vægast er, trúa á hann sjálfan og til- biðja hann. Trúin á Jesúm frelsar mann- inn, verk mannsins ein gera það ekki. Maðurinn getur því ekki hlotið náð Guðs með verkum sínum einum saman, því að aðeins með trú á Jesúm geta menn orðið syndlausir. Þeir, sem ekki trúa á Jesúm sem eingetinn son Guðs, eru ekki syndlausir, og þess vegna skipta verk þeirra engu máli því að þau hljóta að vera syndug eins og mennirnir sjálfir. Ofanritað er sameiginlegt allri ríkjandi kristinni trúfræði frá fyrstu öldum henn- ar til þessa dags. Megininntak krist- innar trúfræði hefur alla tíð verið trúin á erfðasyndina og sérstakt hlutverk Krists til að frelsa menn frá henni. Af- neiti menn þessu er erfitt að sjá hvað ætti að aðgreina þá, trúi þeir áfram á Guð, frá áhangendum Júdaisma eða Islams. Öll sundrung innan kristninnar breytir hér engu um; þótt mismunandi kenningar hafi komið um hlutverk barnaskírnarinnar (blessun án persónu- legrar frelsunar) eða um hlutverk kirkj- unnar (hvort maðurinn næði til Krists beint eða einungis gegnum kirkjuna), er grundvallartrúin hin sama. Síðar verð- ur vikið nánar að þessum klofningi í kristinni trúfræði (og þá um leið kristnu siðgæði), en fyrst er nauðsynlegt að at- huga betur hvernig sameiginleg kristin trúfræði orsakar sameiginlega siðfræði og þjóðfélagsfræði. Máttur trúarinnar Þar sem maðurinn getur samkvæmt kristinni trúfræði einungis frelsazt með trú sinni en ekki verkum einum saman, hefur þetta óhjákvæmilega haft í för með sér að trú á það sem rétt er skipar óvenjulega veigamikið sæti þegar dæmt er um siðgæði einstaklingsins, verkin sjálf verða oftast í öðru sæti. Að vísu hefur kristin trú aldrei neitað að verkin eru mikilvæg, en rétttrúnaður er þýðing- armeiri. Verk trúleysingjans eða villu- trúarmannsins forða honum ekki frá fordæmingu, aðeins sá rétttrúaði getur breytt rétt. Að sá rétttrúaði breyti rétt er ekki alltaf talið öruggt í kristinni trúfræði (skv. náðarkenningunni eins og hún kemur fram í kaþólsku kirkjunni); þó líta flestir kristnir menn, einkum mót- mælendur, svo á, að röng breytni krist- inna sambræðra sýni fyrst og fremst veikleika í trúnni. Og víða hefur iðrun- in gagnvart Guði óhjákvæmilega í för með sér syndafyrirgefningu. Sá, er beitir rangindum, fær því ekki fyrst og fremst uppreisn með því að bæta verknað sinn gagnvart þeim, sem rangindunum voru beittir; fyrst verður hann að bæta fyrir verknaðinn gagnvart Guði, sýna iðrun í bæn, og geri hann það er megintil- ganginum náð. Þessi siðgæðishugmynd kristninnar er í mikilli mótsögn við nytsemis- og félags- hyggjuhugsunarhátt okkar tíma og al- mennt í mótsögn við húmanismann, mannúðarstefnu síðustu alda. Rétttrúaði kristni maðurinn hefur tilhneigingu til að líta á öll mannúðarverk sem aðeins nauðsynlega fylgju rétttrúnaðar og hefur mjög oft hvorki skilning eða samúð með mannúðarverkum annarra en skoðana- bræðra sinna, og stundum er ýkjulaust að segja, að hann hafi sterka tilhneig- ingu til að líta á þau sem einhvers kon- ar illvirki. Hér stendur kristin trú andstæð bæði Islam og Júdaisma, sem setja áhang- endum sínum mjög ákveðin siðferðislög- mál, og aðeins með því að breyta rétt samkvæmt þessum lögmálum getur mað- urinn öðlazt náð fyrir guði. „Sýn mér trú þína í verkunum" gæti heitið hinn rauði þráður frelsunarkenninga Islams og Júdaisma. Óneitanlega standa þessi trúarbrögð hér miklu nær vísindalegum húmanisma nútímans en kristin trú. — Þessi mismunur stafar fyrst og fremst hvað kristni og Islam snertir af mis- munandi skilningi á hlutverki Jesú; Múslímar telja t. d., að Jesús og Múham- eð hafi aðeins verið spámenn og ein- ungis orð þeirra geti haft frelsunarmátt, en kristnir menn leggja alla áherzlu á trú á persónu Jesú Krists sem leið til frels- unar. „Ég er vegurinn og sannleikurinn og lífið.“ „Ég er vegurinn og sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Kristnir menn nota þessa tileinkun mikið, en hún er lögð í munn Jesú Krists. Þessi tileinkun er ef til vill kristin trúfræði í hnotskurn. Jafnframt því sem kristni leggur ein- hliða áherzlu á trú fremur en verk sem uppsprettu siðgæðis, er af sömu rót runnin sú skoðun, að sannleikurinn finnist á því augnabliki sem einstakling- urinn hefur öðlazt trú á Jesúm Krist og eftir það þurfi ekki sannleikans framar að leita. Maðurinn hafi þá öðlazt sann- leikann og lífið og losnað við efa- semdir þær, sem ennþá hrjá þá er ekki hafa séð ljósið, vaða í myrkri öryggisleys- is breytilegra skoðana og hafa ekki enn- þá öðlazt frelsun hins fullkomna sann- leika. Sennilega hafa fá eða engin trúar- brögð gert eins mikla kröfu til að hafa öðlazt lykil að öllum mannlegum vanda- málum og kristin trú, þótt Islam og Júda- ismi séu í þessum skilningi einnig mjög kröfuhörð trúarbrögð. Hér stendur kristnin í mótsögn við trúarbragðakerfi Hindúisma og Búddisma. Búddistar setja fram sem algert grundvallarlögmál, að maðurinn hafi aldrei fundið neinn loka- sannleika; það sé skylda mannsins að efast, breyta um skoðanir, leita að sann- leikanum. Samkvæmt lögmálum flestra Búddista eiga trúariðkanir þeirra fyrst og fremst að miða að þessari sann- leiksleit — að fá meiri þroska og skilning og komast þannig nær „guð- dóminum“ eins og stundum er komizt að orði. Og samkvæmt sjónarmiðum flestra Búddista teljast þeir menn frumstæðir og óhamingjusamir, sem telja sig hafa öðlazt allan sannleika; þeir hafa stöðvazt á þróunarbraut mannkynsins til full- komnara lífs. Augljóst er, að krafa kristninnar um að hafa öðlazt algeran sannleika er í mótsögn við starfsaðferðir og heimspeki nútímavísinda. Þannig er í kristninni stöðugt á dagskrá „hið stórkostlega vandamál“ hvernig hægt sé að samræma trú og vísindi. Margar bækur hafa verið um þetta skrifaðar, flestar eftir kristna guðfræðinga, og algengasta niðurstaðan er sú að bezt sé að hafa þetta tvennt greinilega aðskilið, — láta vísindunum eftir hið „náttúrlega“ og trúarbrögðun- um hið „yfirnáttúrlega". Nú á dögum gengur þetta venjulega átakalaust fyrir sig, að minnsta kosti í greinum eins og efnafræði, eðlisfræði, stjörnufræði og jafnvel líffræði; þó er þróunarkenningin kristninni ennþá mikið vandamál. En þegar kemur að greinum eins og sálfræði verða árekstrarnir oft miklir; flestir þeir, sem hugsa samkvæmt lögmálum krist- innar trúfræði, hafa andúð á flestu eða öllu er lýtur að nútímasálfræði. Umburðarleysi kirkjunnar Krafa kristninnar um að hafa öðlazt hinn algilda sannleika gerir kristnina mjög umburðarlausa í trúmálum og al- mennri lífsskoðun. Flest trúarbrögð eru í trúfræði einnig mjög umburðarlaus; gott dæmi um það er Islam; en engin trú er í senn eins skýlaus í kröfu sinni um að hafa öðlazt lykil að öllum sannleika og að hún ein hafi þennan lykil og kristin trú. Islam játar þannig, að bæði kristni og Júdaismi hafi sem trúarbrögð sér skyld ákveðinn rétt. Júdar og kristnir menn trúi á sama Guð og Múslimar, þótt þeir viðurkenni ekki opinberun Guðs í Múhameð. Það virðist engin fjarstæða að fullyrða, að hvergi í mannkynssögunni er hægt að finna trúarbrögð sem ganga jafn langt og kristnin í trúvillingaofsókn- um. Þær eru að vísu til í flestum trúar- brögðum, en kristnin er í sérflokki með- al trúarbragða hvað snertir viðfeðmi þessara ofsókna. Kristnir menn hafa minnst ofsótt þá, sem ekki eru kristnir, einfaldlega vegna þess að um aldirnar þoldu kristnir menn aldrei önnur trúarbrögð við hlið sér og gerðu „trúleysingjunum“ strax í upphafi ljóst að þeir yrðu að velja milli „sverðs- ins og trúarinnar". Þess vegna voru yfir- leitt engir „trúleysingj ar“ við hlið þeirra. Hér er kristni andstæð Júdaisma, Islam, Hindúisma og Búddisma svo að dæmi séu nefnd. Undantekning er þó dálítil, stund- um fengu Gyðingar að dvelja meðal krist- inna manna, en aðeins stundum. Gyð- ingaofsóknir voru reglulegur þáttur í 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.