Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 51
hátt og uppreisnin innan venjuiegrar
fjölskyldu stendur yfirleitt aðeins yfir
um skamma hríð — ungi maðurinn sem
brýzt undan heimilisaganum þegar hann
er átján ára er búinn að aðlaga sig hon-
um með litlum breytingum þegar hann
er tuttugu og tveggja ára — þá er venj-
um og hefðum þjóðfélagsins yfirleitt að-
eins afneitað um skamma hríð, en síð-
an aftur tekið við þeim með smávægi-
legum breytingum. Þessi seigla hinna
sögulegu arfleifða, þessi hæfni þeirra til
að aðlagast á nýjan leik jafnvel gjör-
breyttum aðstæðum er meðal leyndar-
dóma mannkynssögunnar, en hún er
einnig söguleg staðreynd. Hvaða bylting
var til dæmis ofsafengnari og algjörari
en eyðilegging hins ódauðlega kínverska
keisaradæmis, sem á sínum tíma átti
upptök sín meðal stúdenta við háskól-
ann í Peking? Og hversu mikið af venj-
um og arfleifðum keisaraveldisins hefur
nú ekki verið hafið til nýs vegs og virð-
ingar af Maó formanni!
Það sem gerir síðustu uppreisn æsk-
unnar svo nýstárlega, á að minni hyggju
fyrst og fremst rætur að rekja til þeirra
kringumstæðna sem hún er gerð í. Það
vill svo til, að örlagarík söguleg tíma-
mót standa fyrir dyrum, tímamót rót-
tækra umskipta, sem eldri kynslóðin hef-
ur borið hitann og þungann af, en yngri
kynslóðin er í einu og öllu hinn þiggjandi
aðili. Þess gerist ekki þörf, að ég fjöl-
yrði hér um þær byrðar sem eldri kyn-
slóðin hefur orðið að taka á sig. Við er-
um þeim þegar fyllilega nógu kunnug.
Og aðrir tímar hafa komizt í kynni við
svipaða erfiðleika. En hinar gerbreyttu
aðstæður unga fólksins eru algjörlega
nýjar. Og það er það sem gerir síðustu
uppreisn æskunnar svo frábrugðna öll-
um þeim sem á undan hafa farið.
Áður fyrr sýndi unga fólkið ekki minni
tímabundna óþolinmæði gagnvart hefð-
bundnum kennisetningum, venjum og
siðum, og ekki minni tímabundna and-
stöðu gegn viðteknum trúarkerfum. En
kringumstæðurnar stóðu í vegi fyrir því.
Fjárráð þess voru ekki slík, að það gæti
stofnsett eigin samfélög. Það náði yfir-
leitt ekki að mynda stóra hópa. Það var
dreift og háð því, hvað það varð snemma
að fara að leita sér atvinnu. Háskólar
voru fáir og smáir — þó að innan þeirra
þróuðust annars, einkum á miðöldum,
oft á tíðum margvíslegar byltingarkennd-
ar hugmyndir. Langt var á milli borga,
og flestir ungir menn voru starfandi í
hinum óskyldustu atvinnugreinum, sem
aítur dreifði áhugamálum þeirra. Loks
er þess að minnast, að langt fram á síð-
ustu öld voru árin og reynslan metin
meira en æskan, og hið hefðbundna
meira en hið nýstárlega. Nú á dögum
gleðjumst við yfir „framförum“, „þró-
un“ og jafnvel einföldum „breytingum“,
en sögulega séð eru slík viðhorf þó nýj-
ung. Og ennþá meiri nýjung er sú hug-
mynd, að æskan eigi sérstakan rétt og
að taka þurfi sérstakt tillit til hennar,
jafnvel skríða fyrir henni og lofsyngja
hana. Þeirri hugmynd var, að því er ég
tel, fyrst beitt af ásettu ráði fyrr á þess-
ari öld, er almenningsblöðin hófu mark-
vissa baráttu fyrir því að afla sér auk-
ins fjölda lesenda á venjumyndunar-
aldri.
Vegna þessara aðstæðna hefur upp-
reisn æskunnar fram undir það síðasta
ýmist verið máttlítil, skammvinn eða
einangruð. Vegna breyttra aðstæðna á
okkar dögum er hún kraftmikil, útbreidd
og áberandi. Ástæðan er m. a. betri fjár-
ráð unga fólksins nú en áður. Það er
ekki lengur háð því að þurfa snemma að
leita sér atvinnu. Því er safnað saman í
stöðugt stærri hópa í stöðugt stærri há-
skóla, þar sem það myndar tiltölulega
samstæð stúdentafélög. Og ný og ný
vígorð ýta undir háar hugmyndir þess,
bæði um sjálft sig og byltingarkenndar
hugmyndir sínar. Þessi framfaraslagorð
þurfa ekki endilega að vera neitt mark-
verðari en vígorð fyrri tíma, en þau eru
þó óneitanlega meira sefjandi.
Þannig virðist mér síðasta uppreisn
æskunnar hvorki vera einstæð né á
nokkurn hátt öfgakennd. Ég lít á hana
sem ýkta útgáfu á alkunnu fyrirbæri,
ýkta vegna sérstakra aðstæðna, en þetta
fyrirbæri getum við þó ekki harmað,
vegna þess að það er líffræðileg nauð-
syn og reyndar frumskilyrði allra fram-
fara — jafnvel þótt það géti einnig á
stundum verið undanfari hnignunar.
Sem slíkt verðum við að umbera það, og
ef okkur fellur miður, þegar það gengur
út í öfgar, þá er fyrsta skylda okkar sú
að reyna að komast að raun um, hvað
það er í kringumstæðunum sem veldur
þróuninni. Fyrst þegar því er lokið get-
um við reynt að draga úr öfgunum
með því að breyta kringumstæðunum.
Sumt í hinum nýju aðstæðum er vafa-
laust þess eðlis, að því verður ekki breytt,
og þá er þar einfaldlega um að ræða
óumílýjanlegar afleiðingar af þjóðfélags-
legum breytingum. En annað er hægt að
lagfæra, og það tel ég vera hlutverk
skynsamlegrar stefnu í skólamálum. í
hinu flókna þjóðfélagi okkar tíma hafa
kynslóðirnar alltof mikið að segja og
kenna hver annarri til þess að höggva
megi á tengslin milli þeirra. í heil-
brigðu þjóðfélagi er ekki lagt bann við
því sem ég vil kalla „rökræður kynslóð-
anna“, líkt og á sér stað í Rússlandi, né
heldur eru þær skipulagslausar eins og
í Ameríku, heldur er þeim viðhaldið und-
ir öruggri stjórn.
47
Reykjavík
L